Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 104
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020104
aðalfundar í Mosfellsbæ árið 2021. Þar
sem til hefði staðið að hafa fundinn í ár í
Mosfellsbæ væri flest til reiðu og vonandi
yrði kórónuveiran hætt að herja eins á
samfélagið á næsta ári, þannig að hægt yrði
að halda hefðbundinn aðalfund.
Jónatan færði svo fráfarandi stjórnar-
konum, þeim Sigrún og Laufeyju,
blómvönd með þökkum fyrir starf þeirra
í stjórn félagsins. Þær stigu svo báðar upp
í pontu og þökkuðu fyrir samstarfið við
aðra stjórnarmenn, starfsfólk Skógræktar-
félagsins og aðildarfélögin. Jónatan sleit því
næst fundi.
Höfundur:
RAGNHILDUR FREYSTEINSDÓTTIR
Skógræktarfélags Eyfirðinga, sér hljóðs
og færði Skógræktarfélagi Íslands
kveðju í tilefni 90 ára afmælis félagsins,
en Skógræktarfélag Eyfirðinga fagnar
einmitt líka 90 ára afmæli á árinu (og er
reyndar elsta skógræktarfélag landsins,
þar sem það er stofnað nokkrum vikum
á undan Skógræktarfélagi Íslands). Færði
hann Skógræktarfélagi Íslands að gjöf
forláta uglu, gerða af Hauki Trampe úr
efniviði úr skógum Eyfirðinga. Hafði
uglan fengið nafnið Brynjólfur í höfuðið
á Brynjólfi Jónssyni, sem verið hefur
framkvæmdastjóri Skógræktarfélags
Íslands frá 1989.
Björn Traustason steig því næst í
pontu og bauð fundarmenn velkomna til
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands (t.v.) tekur við uglunni „Brynjólfi“ að gjöf úr hendi
Ingólfs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. Mynd: RF