Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 107
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 107
Gróðursettar plöntur
Ánægjulegt er að sjá að árið 2019 varð
ríflega 10% aukning gróðursetninga en alls
voru gróðursettar 3.523.025 plöntur, sem
er um 420 þúsund fleiri plöntur en árið
2018. Þess má þó geta að inni í þessari tölu
eru 19.553 plöntur sem úthlutað var 2018
en voru ekki gróðursettar fyrr en 2019.
Árið 2019 var fremur hlýtt og tíð hagstæð.
Tiltölulega var hlýjast á Suður-og Vestur-
landi á meðan svalara var norðan- og
austanlands. Á Akureyri var árið með þeim
blautustu frá upphafi mælinga. Veturinn
2018-2019 var fremur mildur og lítið um
illviðri. Vorið var óvenju hlýtt og gróður
fór snemma af stað. Þá voru hlýindi yfir
landinu í lok september og veður með besta
móti. Tíð var frekar óhagstæð í lok árs, sér
í lagi á norðanverðu landinu.
Í þessari grein verður fjallað um
tölulegar upplýsingar um afmarkaða
þætti skógræktarstarfsins árið 2019. Hér
eru birtar tölur um fjölda gróðursettra
plantna, afhendingar plantna úr gróðrar-
stöðvum, fræsöfnun, seld jólatré og seldar
viðarafurðir, upplýsingar um fjölda
ársverka, flatarmál gróðursetninga, gisjun,
grisjun og lokahögg. Upplýsingar um fjölda
seldra hnausplantna og sundurliðun seldra
jólatrjáa til heimilisnota eða torgtrjáa er
nýtt af nálinni. Leitað var til helstu aðila á
sviði skógræktar um viðkomandi upplýs-
ingar, auk þess sem stuðst var við árs-
skýrslur skógræktarfélaga.
Skógræktarárið 2019
Trjáfræ safnað 2019
Skógræktin Skógræktarfélög Alls
Trjátegund Kg Kg Kg
Gráölur 0,09 0,09
Ilmbjörk 7,51 7,51
Lerkiblendingur, Hrymur 2,90 2,90
Reyniviður 2,00 2,00
Ryðelri 0,64 0,64
Sitkaelri 0,10 0,10
Stafafura 5,80 0,50 6,30
Samtals 8,70 10,84 19,54
Plöntuframleiðsla 2019
Ættkvísl Fjöldi plantna
Fura 853.057
Björk 1.229.056
Lerki 711.167
Greni 394.212
Ösp 339.052
Elri 11.483
Víðir 26.015
Reynir 21.702
Önnur barrtré 192
Önnur lauftré 288
Aðrar runnategundir 1.000
Samtals 3.587.224