Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 110
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020110
frá árinu 2018. Þetta voru Álmur, Kvistar,
Mörk, Nátthagi og Sólskógar.
Jólatré
Sala á íslenskum jólatrjám var 7.225 sem
skiptist niður í 194 torgtré og 7.031 heimilis-
tré. Þetta er 736 trjám minni sala en árið
2018 en þó fleiri en árið 2017. Erfitt getur
verið að fá upplýsingar um raunverulega
sölu svo líklegt er að um eitthvert vanmat
sé að ræða. Einnig er líklegt að salan hoppi
eitthvað til milli ára, t.d. eftir framboði á
trjám í réttri stærð.
Til gamans má geta þess að nokkuð var
selt af jólagreinum. Sem dæmi má nefna
að Skógræktin seldi 261 kg af greinum og
eitthvað var einnig um það að skógræktar-
félögin og skógarbændur seldu greinar.
Hér getur verið um tækifæri að ræða fyrir
íslenska skógræktendur en mikið magn
er flutt inn af greinum sem notaðar eru
í jólaskreytingar utan á hús, á leiði eða
innandyra.
Hnausplöntur
Það er nýlunda að safna upplýs-
ingum um seldar hnausplöntur. Nokkur
skógræktarfélög sendu inn tölur um það en
ekki komu upplýsingar frá Skógræktinni að
þessu sinni.
Viðarafurðir
Sala á timbri og viðarafurðum er nokkuð
breytileg á milli ára en þar eru aðstæður á
húsdýraáburði þekkist þó en til þessa hefur
það ekki verið talið fram sérstaklega.
Ársverk
Eins og áður var spurt um ársverk launaðra
starfa eftir kynjum. Ánægjulegt er að sjá að
ársverkjum hefur fjölgað frá 2018 hjá báðum
kynjum. Árið 2018 voru ársverk alls 85,1 en
fyrir árið 2019 voru þau 100,9. Sjálfboða-
vinna og sumarvinna ungmenna á vegum
sveitarfélaga, Landsvirkjunar og Landsnets,
sem aðstoða m.a. mörg skógræktarfélög,
og fleiri slíkra aðila eru ekki teknar með í
þessum tölum. Þessi störf eru engu að síður
mikilvæg skógræktarhreyfingunni en erfitt
getur verið að meta hversu stór þáttur þeirra
er, en gert er ráð fyrir að það muni umtals-
vert um framlög þeirra.
Fræ
Árið 2019 var skárra fræár en 2018, en þó
ekki eins og best verður á kosið. Það náðist
að safna tæplega 1 kg meira af stafafuru-
fræi og rúmlega 5 kg meira af birkifræi en
árið 2018. Ljóst er að öflun stafafurufræs
af Skagway uppruna þarf að eiga sér stað
árlega og mikilvægt að í góðum fræárum
þarf að safna upp lager til „mögru“ áranna.
Gróðrarstöðvar
Upplýsingar um plöntuframleiðslu ársins
komu frá fimm plöntuframleiðendum
en samtals framleiddu þeir 3.587.224
skógarplöntur en það er 11,5% aukning
Grisjun, gisjun og rjóðurfelling 2019 (ha)
Lýsing Skógræktin Skógræktin Skógræktar- Samtals
Þjóðskógar Nytjaskógrækt á lögbýlum félög
Gisjun* 84 3,1 87
Grisjun 55 18 73
Rjóðurfelling 3 0 3
Samtals 58 84 21 163
* Einnig nefnd millibilsjöfnun eða bilun en í henni felst að fækka trjám á hverja flatareiningu á meðan trén eru það
lítil að hægt er að framkvæma verkið með fljótvirkum hætti.