Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 110

Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 110
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020110 frá árinu 2018. Þetta voru Álmur, Kvistar, Mörk, Nátthagi og Sólskógar. Jólatré Sala á íslenskum jólatrjám var 7.225 sem skiptist niður í 194 torgtré og 7.031 heimilis- tré. Þetta er 736 trjám minni sala en árið 2018 en þó fleiri en árið 2017. Erfitt getur verið að fá upplýsingar um raunverulega sölu svo líklegt er að um eitthvert vanmat sé að ræða. Einnig er líklegt að salan hoppi eitthvað til milli ára, t.d. eftir framboði á trjám í réttri stærð. Til gamans má geta þess að nokkuð var selt af jólagreinum. Sem dæmi má nefna að Skógræktin seldi 261 kg af greinum og eitthvað var einnig um það að skógræktar- félögin og skógarbændur seldu greinar. Hér getur verið um tækifæri að ræða fyrir íslenska skógræktendur en mikið magn er flutt inn af greinum sem notaðar eru í jólaskreytingar utan á hús, á leiði eða innandyra. Hnausplöntur Það er nýlunda að safna upplýs- ingum um seldar hnausplöntur. Nokkur skógræktarfélög sendu inn tölur um það en ekki komu upplýsingar frá Skógræktinni að þessu sinni. Viðarafurðir Sala á timbri og viðarafurðum er nokkuð breytileg á milli ára en þar eru aðstæður á húsdýraáburði þekkist þó en til þessa hefur það ekki verið talið fram sérstaklega. Ársverk Eins og áður var spurt um ársverk launaðra starfa eftir kynjum. Ánægjulegt er að sjá að ársverkjum hefur fjölgað frá 2018 hjá báðum kynjum. Árið 2018 voru ársverk alls 85,1 en fyrir árið 2019 voru þau 100,9. Sjálfboða- vinna og sumarvinna ungmenna á vegum sveitarfélaga, Landsvirkjunar og Landsnets, sem aðstoða m.a. mörg skógræktarfélög, og fleiri slíkra aðila eru ekki teknar með í þessum tölum. Þessi störf eru engu að síður mikilvæg skógræktarhreyfingunni en erfitt getur verið að meta hversu stór þáttur þeirra er, en gert er ráð fyrir að það muni umtals- vert um framlög þeirra. Fræ Árið 2019 var skárra fræár en 2018, en þó ekki eins og best verður á kosið. Það náðist að safna tæplega 1 kg meira af stafafuru- fræi og rúmlega 5 kg meira af birkifræi en árið 2018. Ljóst er að öflun stafafurufræs af Skagway uppruna þarf að eiga sér stað árlega og mikilvægt að í góðum fræárum þarf að safna upp lager til „mögru“ áranna. Gróðrarstöðvar Upplýsingar um plöntuframleiðslu ársins komu frá fimm plöntuframleiðendum en samtals framleiddu þeir 3.587.224 skógarplöntur en það er 11,5% aukning Grisjun, gisjun og rjóðurfelling 2019 (ha) Lýsing Skógræktin Skógræktin Skógræktar- Samtals Þjóðskógar Nytjaskógrækt á lögbýlum félög Gisjun* 84 3,1 87 Grisjun 55 18 73 Rjóðurfelling 3 0 3 Samtals 58 84 21 163 * Einnig nefnd millibilsjöfnun eða bilun en í henni felst að fækka trjám á hverja flatareiningu á meðan trén eru það lítil að hægt er að framkvæma verkið með fljótvirkum hætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.