Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 119
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 119
lengi að komast í mannhæð, en svo í einni
svipan höfðu þau tvöfaldað eða þrefaldað
hæð sína. Nú tala menn um 20 m há tré
á Snæfoksstöðum. En eitt er víst að stóru
trén okkar Jóns Birgis eiga eftir að tvöfalda
hæð sína og halda áfram að vaxa í hundrað
ár og sum í tvö hundruð ár eftir okkar dag.
Í kveðjuorðum frá fjölskyldu hans segir:
Jón Birgir bjó til æviloka í húsi þeirra
hjóna á Seltjarnarnesi, sem þau byggðu
1979. Frítíma sínum varði hann að mestu
í náttúruperlu þeirra í Grímsnesi, sem ber
fallegt merki um dugnað hans og ástríðu
fyrir skógrækt.
Eftirlifandi eiginkona Jóns Birgis er
Steinunn Kristín Norberg og eignuðust
þau þrjá syni: Aðalstein, Jón Birgi og
Kristin Karl og sjö barnabörn. Fjölskyldan
var honum ávallt efst í huga og átti hann
einstök tengsl við börn sín og barnabörn,
sem kveðja hann nú með söknuði.
Blessuð sé minning Jóns Birgis Jónssonar.
Óskar Þór Sigurðsson
vita, að því fylgir ærið starf að leiða stjórn
í stóru skógræktarfélagi. Og oftast, þar
sem hann kom við sögu var hann valinn
til forustu. Svo var 2009, þegar ráðherra
skipaði 10 manna nefnd til að fara yfir og
skila skýrslu um stefnumótun í samræmi
við lög um landshlutaverkefni í skógrækt.
Þá skipaði ráðherrann Jón Birgi fv.
ráðuneytisstjóra formann nefndarinnar.
Jón Birgir var alltaf að læra og bæta
við sig þekkingu. Það sá ég og vissi af
samræðum við hann. En þekkingarþorsti
hans kom best í ljós, þegar hann á síðasta
ári innritaðist í gamla skólann sinn, Háskóla
Íslands, 83 ára gamall, sextíu árum eftir að
hann lauk þaðan verkfræðinni. Hann var
á góðri leið með að ljúka náminu á næsta
vori. En þá greip örlagagyðjan inn í.
Við hjá Skógræktarfélagi Árnesinga
eigum Jóni Birgi þökk að gjalda. Í
formannstíð minni leitaði ég oft til hans.
Voru þar vega- og fjarskiptamálin efst á
blaði. Oft bárum við saman bækur okkar
þegar trén voru að vaxa upp. Þau voru