Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 7

Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 7
tel ég ekki fjarri lagi að áætla að um þriðjungur nem- enda grunnskólans standi höllum fæti og ekki megi mikið á bjáta til þess að þeir gefist upp við námið. Þeir nemendur sem illa gengur í skóla eru fæstir greindarskertir, fatlaðir eða erfiðir að upplagi. Þeir eiga það þó flestir sameiginlegt að hafa ekki notið nauðsynlegs stuðnings í uppvexti og námi. Umræddur hópur er viðkvæmur fyrir neikvæðum áhrifum frá um- hverfinu. Við núverandi aðstæður í samfélaginu, þegar fjármagn til grunnskóla hefur verið skert, heilbrigðis- þjónusta er einstaklingum mun dýrari en áður og at- vinnuleysi blasir við er hætta á að mun fleiri en þeir sem skilgreindir eru sem sérkennslunemendur gefist upp við nám vegna skorts á nauðsynlegum stuðningi. Yfir- vofandi flutningur grunnskólans til sveitarfélaga, svo æskilegur sem hann annars er til að auka áhrif heima- byggða á skólastarf, vekur ugg um að margir nemend- ur missi fótanna. Þessi hugsun sótti fast að mér þegar mér gafst nýlega kostur á að kynnast því hvernig skólakerfið í Bretlandi hefur breyst á undanförnum tíu árum undir ríkisstjórn Thatchers og síðan Majors miðað við hvernig ástandið var í tíð Wilsons og Callaghans meðan ég bjó í Eng- landi fyrir um tuttugu árum. Meginbreytingarnar voru gerðar með lögum 1981 og 1988 (Education Reform Act) og reglugerðum sem þeim hafa fylgt.7 Þótt sumar breytingarnar séu af hinu góða, eins og aðalnámskrá grunnskóla (National Curriculum) og aukið sjálfstæði skóla, er mun fleira, einkum í lögunum frá 1988, sem ég spái að muni leiða til ófarnaðar ef svo fer sem ætlað er. Það eru atriði eins og skert áhrifavald fræðsluskrif- stofanna, aukin áhersla á þá nemendur sem vel gengur í skóla á kostnað þeirra sem gengur illa og samræmd próf allt frá sjö ára aldri þar sem niðurstöðurnar eru birtar opinberlega og eiga að gefa foreldrum vísbend- ingar um hvaða skóla þeir eiga að velja fyrir börn sín með hjálp tafla sem sýna meðaleinkunnir úr skólunum í réttri röð. Ennfremur hafa tveir þriðju hlutar kennaramenntunar verið fluttir út í grunnskólana sjálfa og minnkar þar með fræðilegt innihald námsins. Eg vil benda íslenskum skólayfirvöldum á að taka þessar aðgerðir breskra stjórnvalda sem víti til varnað- ar og hugsa sitt ráð af gaumgæfni við þær breytingar sem boðaðar hafa verið og hugleiddar eru um þessar mundir á íslensku skólakerfi. Allt námsumhverfi, þar með talið fjármagn til menntamála og nýting þess, getur haft afgerandi áhrif á nám og eru viðbrögð við- kvæmustu nemendanna við breytingum á námsaðstæð- um ágætis vísbending um áhrif þeirra á allan fjöldann. Almenn skerðing á kennslumagni Gera verður ráð fyrir því að kennslustundafjöldi í grunnskólum sé miðaður við að nemendum gefist nægt svigrúm til þess að læra það sem námskrá tiltekur. Við almenna fækkun kennslustunda þarf því annað hvort að fækka viðfangsefnum, vinna þau á styttri tíma eða minnka persónulega leiðsögn. Hér er helst farin sú leið að stækka námshópana og minnka þar með leiðsögn. Með stækkun námshópa fækkar ekki einungis þeim mínútum af athygli kennara sem hver nemandi fær fyrir sig (eða ætti að geta fengið) heldur aukast einnig líkur á því að bekkjardeildum sé kennt sem hópum. Margir sérkennarar reyna að styðja nemendur með sérþarfir inni í almennum kennslustundum fremur en að taka þá út og kenna þeim einstaklingslega eða í minni hópum. Tilgangurinn er sá að komast hjá því eins og kostur er að nemendur missi af því sem fram fer í bekknum eða að tengsl þeirra við bekkjarfélaga rofni. Jafnframt hjálpar sérkennarinn öðrum nemendum bekkjarins og þegar best lætur vinna sérkennarinn og bekkjarkennarinn á jafnréttisgrunni sem vel samhæft teymi. Þegar námshópurinn stækkar gerist það iðulega að þeir nemendur sem af einhverjum ástæðum þurfa meiri athygli en kennarinn er fær um að veita verða erfiðari í hegðun. Bekkjarkennarinn leitar þá leiða til þess að létta af sér álagi og ef honum finnst samstarf sitt við sérkennarann fremur íþyngjandi en hitt fer hann 7

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.