Ný menntamál - 01.06.1994, Síða 39
essa sögu segi ég stund-
um verðandi stúdentum
mínum á æfingu kvöldið
fyrir útskrift tii að brýna
fyrir þeim nauðsyn þess að þeir
setjist í réttri röð næsta dag:
Kennari nokkur átti að koma
bekk óvenjubaldinna tossa til
þroska. Von var á námstjóra í
heimsókn sem kennarinn vissi að
myndi vilja kynnast kristinfræði-
þekkingu nemendanna. í örvænt-
ingu kenndi hann hverjum þeirra
eina spurningu sem viðkomandi
átti að svara í áheyrn námstjórans.
Fyrsti nemandinn fékk spurning-
una „Hver skapaði þig?“ Sá næsti
átti að nefna elsta mann sem getið
væri í biblíunni og þar fram eftir
götunum.
Þegar námstjórinn birtist var
nemendunum stillt upp í röð en
tókst ekki betur til en svo að sá
fyrsti smeygði sér út um glugga.
Við spurningunni „Hver skapaði
þig?“ fékkst því svarið „Metúsa-
lem.“
„Það er nú ekki rétt,“ andmælti
kennarinn. „Guð skapaði þig!“
„Nei, sá sem Guð skapaði fór út
um gluggann,“ svaraði pilturinn.
★
Ég er ekki frá því að ég hafi orðið
vitni að fæðingu náttúrunafna-
kenningar Þórhalls Vilmundarson-
ar á kennarastofu Menntaskólans í
vn &6ÁlaAtoluH*tÍ
Örnólfur
Thorlacius
tók
saman
Reykjavík. Þar ræddust þeir við
Þórhallur og Ólafur heitinn Hans-
son, báðir kennarar við skólann og
síðar prófessorar við Háskóla Is-
lands. Þórhallur var að velta fyrir
sér örnefni, í Húnavatnssýslu að
mig minnir, þar sem voru íbishólar.
Þótti honum að vonum með ólík-
indum að íbisfuglar hefðu ratað
þangað.
Ólafur kom þegar með tillögu til
skýringar, að þetta væru hundaþúf-
ur og nafnið væri afbökun úr ípiss-
hólar!
★
A sjöunda áratugnum var einu
sinni sem oftar brunaæfing í
Menntaskólanum í Reykjavík og
fólk var látið síga í köðlum úr sér-
stökum trissum niður af efri hæðum
skólans. Fyrir var lagt að kennarinn
ætti að síga fyrstur. Þetta þótti
námsmeyjum í einni bekkjardeild
skólans ósanngjarnt og bentu
kennaranum á það að hann væri
mun eldri en þær. Kennarinn vakti
réttilega athygli á því að þótt allir
nemendur skólans brynnu inni
yrðu engin vandkvæði á að fylla í
skarðið. Hins vegar væri verulegur
hörgull á kennurum. (Nú væru
kennarar, eða að minnsta kosti
leiðbeinendur, trúlega settir á eftir
nemendum á trissuna.)
★
í Austurbæjarskóla man ég eftir
strák sem Guðmundur hét. Enginn
var hann vandræðapiltur en dálítið
sér á parti og tók upp á ýmsu. Móð-
ir hans eða amma sagði við skóla-
stjórann, föður minn:
„Það er nú ekki mikill vandi að
fást við hann Guðmund, bara að
binda hann við stól og stinga upp í
hann vettling.“
Kannski var þarna komin skýr-
ing á hátterni Guðmundar.
★
Ungur sveinn, mér nákominn,
var að læra gamalt álfakvæði sem
honum hafði verið sett fyrir í
grunnskóla og sýndi náminu lítinn
áhuga.
Þegar honum heima fyrir var
hlýtt yfir ljóðið þuldi hann af mikilli
sannfæringu: „Stórir komu skarar
og var það alveg nóg.“
Örnólfur Thorlacius er rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð.
39