Ný menntamál - 01.06.1994, Síða 6
NÝ MENNTAMÁL 2. tbl. 12. árg. 1994
w
Ahrif breytinga og 1------------
sparnaöar á viðkvæma nemendur
Þóít ekki hafi verið dregið afsérkennslukvóta í
grunnskólum hefur almennt kennslumagn
verið skert nokkuð undanfarin tvö ár. Heil-
brigðisþjónusta er fjölskyldum nú mun dýr-
ari en áður var. Atvinnuleysi blasir við mörgum.
Grunnskólinn mun á nœsta ári flytjast til sveitarfélaga.
Hœtt er við að versnandi kjör og breytingar á skólastarfi
komi verstniður á þeim sem sístmega við því, þeim sem
hallt standa í skóla. Þetta eru ekki endilega börn sem
skilgreind hafa verið sem sérkennslunemendur, enda
fengju þeir þá aukakennslu, heldur er stór hópur nem-
enda sem „ekki nýtir sér tilboð skólans sem skyldi“ eins
og það er orðað og er af ýmsum ástæðum í stöðugri
hættu aðfallafyrir borðfái hann ekki viðeigandi stuðn-
ing.
í alþjóðlegu samhengi standa íslendingar vel að vígi í
menntamálum. Aætlað hefur verið að í heiminum séu
um 100 milljón börn án nokkurs tilboðs um menntun.
Þar af eru stúlkur um tveir þriðju hlutar.1 Mikill meiri-
hluti þeirra 200 milljóna barna sem áætlað er að séu á
einhvern hátt fötluð í heiminum búa í þróunarlöndum
þar sem nauðsynlegasta þjónusta er í besta falli tak-
mörkuð en víða engin.2 Aðalritari UNESCO hefur og
sagt3 að í allt að helmingi þróunarlanda sé nú lengra í
land en áður að ná því takmarki að öll börn á grunn-
skólaaldri njóti menntunar. Astæðurnar eru víðast
hvar þær að nú fer hlutfallslega minna en áður af
þjóðartekjum til menntunar heldur en í afborganir lána
og vopnakaup.4 Víða búa börn við atvinnuleysi for-
eldra sinna og fjölskyldur við takmarkaðan félagslegan
stuðning. Við þær aðstæður er ekki auðvelt að einbeita
sér að námi.
Með slíkan samanburð erum við vel stödd. Allgóð
sátt er um þann lagaramma sem grunnskólinn byggir á.
6
tuðningur í námi felur í sér virðingu,
hvatningu, leiðbeiningu, kröfur og
von fyrir hönd nemandans. Hann felur í sér
raunhœfa aðstoð og er því annað og
meira en velvildin ein. Hann merkir meðal
annars að fela fólki ábyrgð á eigin málum
og styðja það íþví að ná sínum
markmiðum. Vonandi verða slík gildi ávallt
höfð að leiðarljósi við endurskoðun á
íslenska grunnskólanum.
Hér ganga öll börn í skóla og konur eru nú jafnfjöl-
mennar körlum í háskólanámi. Hér kveða lög á um
jafnan rétt allra til náms og þjónustu og fulla þátttöku
fatlaðra í samfélaginu, þar með töldum skólum. Við
erum blessunarlega laus við vopnakaup. Flest íslensk
börn og unglingar vilja ganga í skóla og standa sig vel.
Er þá allt með felldu?
Mörgum börnum og unglingum í íslenskum skólum
gengur ekki vel í námi. Samkvæmt nýlegri könnun
menntamálaráðuneytisins5 hafa um 18% grunnskóla-
nemenda sérþarfir í námi (8.1% þurfa verulega aðstoð
umfram það sem bekkjarkennari getur veitt í almennri
kennslu en 9,6% þurfa tímabundna aðstoð). Hluti
þessara nemenda fær sérkennslu, en ekki allir. Ýmis-
legt bendir til þess að hópur þeirra sem „nýtir sér ekki
námstilboð skólans" sé mun stærri. Á samræmdu prófi
í íslensku árið 19916 voru 27% nemenda á landinu öllu
með einkunnina 5 eða lægri og í stærðfræði voru 38%
nemenda með 5 eða lægra. Utkoman var þvínær sú
sama árið áður. Niðurstaðan er þó afar mismunandi
fyrir hin ýmsu fræðsluumdæmi. í einstaka skólum
þurfa allt að tveir þriðju hlutar nemenda sérstakan
stuðning vegna félagslegra eða námslegra erfiðleika
eins og umsóknir skólanna um aukakennslumagn
vegna sérþarfa nemenda bera með sér. Almennt talað
J