Ný menntamál - 01.06.1994, Síða 20

Ný menntamál - 01.06.1994, Síða 20
C ) um en að búa nemendur sína undir háskólanám. Ég skil reyndar hugtakið menntun þannig að það feli m.a. í sér sjálfsbetrun. Til að nemendur teljist menntaðir að námi loknu þurfa þeir m.a. að geta aflað sér upplýsinga og verið læsir á þær í hvaða mynd sem þær birtast (sbr. umræðuna um könnun á læsi Islendinga nýverið). Þeir þurfa að geta greint aðalatriði frá aukaatriðum í þeim upplýsingum sem þeir eru að nota. Þeir þurfa að geta dregið rökréttar ályktanir af þessum upplýsingum. Þeir þurfa að geta tjáð sig bæði rökfast á skýran og skipulegan hátt og einnig tilfinningalega (sem er ekki sami hluturinn sbr. greinina „Hvernig er brugðist við reiði barna?“ eftir Önnu Harðardóttur í Barnaheill 1. tbl. 5. árgangur 1994). Ég vil undirstrika þá skoðun mína að nemendur eru ekki búnir að ná endanlegum þroska þótt þeir ljúki námi sínu með stúdentsprófi. Ég tel reyndar að það sé hluti af lífsstíl menntaðs manns að leggja rækt við eigin sálarþroska. Verkefnið Það var reyndar ekki fyrr en að ég fór að kenna áfangann FÉL 203 að ég kynntist rannsókn Elisabeth Kubler-Ross á viðbrögðum dauðvona fólks við dauð- anum. Hún telur að við þær aðstæður gangi flestir í gegnum svipað ferli svonefnd „sorgarferli“ (sjá verk- efnalýsingu seinna í greininni) og upplifi þar með svip- aðar tilfinningar. Mér fannst strax upplagt að nota þetta sorgarferli í verkefnavinnu og vildi skylda alla nemendur mína til að skrifa lýsingu á þeim tiifinning- um sem þeir hefðu gengið í gegnum tengt tilteknum missi án þess að greina nákvæmlega frá atvikum. Ég boðaði þetta verkefni með viku fyrirvara. í upp- hafi verkefnatímans ræddi ég það hvernig ég hefði gengið í gegnum sorgarferlið þegar vinur minn lést af slysförum aðeins 23ja ára. Astæða þess að ég valdi þetta dæmi er tvíþætt. í fyrsta lagi var ég 22ja ára og því á svipuðu reki og þau. í öðru lagi tók það mig u.þ.b. 15 ár að vinna mig út úr þessari sorg og hef ég því upplifað margar erfiðar tilfinningar tengdar þessum missi. Fessi þátttökuskylda í verkefninu mæltist oft illa fyrir hjá nemendum mínum. Sum sögðust aldrei hafa misst neinn, önnur voru ekki tilbúin til að tjá sig um slíkan atburð. Ég gerði stundum athugasemdir við þessar lýsingar þeirra. Sannast sagna var ég mjög óöruggur með það sem ég mætti segja í þessum athugasemdum og perði eins lítið af þeim og ég gat. A tímabili var ég að hugsa um að hætta við þetta verkefni. Það sem hindraði mig í því að gefast upp var sú staðreynd að sumir nemendur mínir sögðu í verk- Ljósmyndir með greinaflokknum: Inga Sólveig. efninu að þeim þætti gott að geta tjáð sig um missinn. Sumir sögðu jafnvel að þeir hefðu ekki fyrr tjáð sig við neinn þótt nokkur ár væru liðin síðan missirinn átti sér stað. Árið 1990 bauðst mér að fara á námskeið við háskól- ann í Nottingham (undir umsjón hjónanna Eric og Carol Hall) sem fjallaði um bætt samskipti í skólastof- unni. Ein afleiðing þess námskeiðs var að ég varð staðráðinn í að halda áfram með sorgarverkefni en í breyttri mynd. Núna byrja ég strax í upphafi annar að ræða við nemendur mína um tilfinningar og kem inn á þær öðru hvoru í tengslum við umræðuna um félagsmótun. Þegar liðnar eru u.þ.b. þrjár vikur af önninni og við 20 Gráttu ekki af því að ég er dáin Gráttu ekki afþví að ég er dáin ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina hún er íþér hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið líkamann Ég er í þér Þú getur séð migfyrir þér þegar þú vilt Allt sem er eftir af mér er innra með þér Þannig erum við alltaf saman Barbro Lindgren farin að þekkja hvert annað sýni ég þátt sem sýndur var eitt sinn í ríkissjónvarpinu hér „Hvað veist þú um alnæmi?“. í honum var m.a. viðtal við mann með alnæmi á lokastigi. Ég sýni þeim hvernig hann gekk í gegnum sorgarferlið. Þá segi ég þeim jafnframt frá þessu verkefni mínu og gef þeim viku til að hugsa málin. I þessum tíma ræði ég einnig um hvernig ég fór í gegnum sorgarferlið þegar vinur minn dó. Ég get þess að þau geti valið um þetta verkefni eða „dæmisögu“ (sjá meðfylgjandi lýsingu á verkefninu). I upphafi tímans sem verkefnið er lagt fyrir ræði ég um nauðsyn þess að trúnaður ríki á milli okkar. Einnig að ég viti að þetta geti verið sársaukafullt fyrir þau. Ég tek yfirieitt annað dæmi um hvernig ég hef gengið í gegnum sorgarferlið til að koma þeim skilaboðum til þeirra að þau þurfi ekki að vera hrædd við þær tilfinn- ingar sem þau upplifa tengdum tilteknum missi. Nú- orðið geri ég óhikað athugasemdir við skrif þeirra en aðallega þó í spurnarformi. Tilgangurinn er að fá þau til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni í von um að það hjálpi þeim í áframhaldandi úrvinnslu þeirra. Þegar ég skila verkefnunum ræði ég almennum orð- um um þessar lýsingar þeirra. Get þess að það sé erfitt verk að vinna sig út úr sorginni og eins það að ég taki þann sársauka sem ég skynji inn á mig. Þá bendi ég þeim sem eru ekki búin að ná sátt á að þau geti rætt við námsráðgjafa skólans. Eins bendi ég á bækur um þetta efni sem til eru á bókasafni skólans. Þáræði ég umNýja 21

x

Ný menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.