Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 30

Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 30
c ) Ljósmyndir: Gréta Mjöll Bjarnadóttir. námskeið, sífellda endurmenntun o.s.frv. Því eigi það efni sem kennt er í skólum að vera takmarkað en það eigi jafnframt að kenna það efni eins vel og hægt er. Þessum röksemdum er erfitt að hafna. I framkvæmd þýðir þetta, að það er kominn tími til að skoða hverja námsgrein og spyrja: Er nauðsyn- legt að kenna þetta í skólum, eða getur fólk lært þetta jafn vel eða betur á öðrum vettvangi? Svarið þarf að vera vel rökstutt og sýna ótvírætt fram á gildi efnisins og nauðsyn skipulegs náms, til þess að hægt sé að samþykkja að viðkom- andi námsgrein eigi fullt erindi inn í skólana. Hætt er við að ýmislegt sem fyllir stundatöflur nemenda nú standist þetta einfalda próf ekki með sannfærandi hætti. Þá er komið að því að ræða stöðu listnáms í skólum. Hvað réttlætir að listir séu hluti af almennu skólanámi? Til þess að geta svarað þessari mikilvægu spurningu á sem hlut- lausastan hátt þurfum við að hætta að hugsa sem kennarar og við meg- um helst ekki hugsa sem áhugafólk um listir heldur. Við verðum að hugsa sem skattgreiðendur. Skattgreiðendur vilja greiða eins lítið í skatta og hægt er; þeir vilja frekar fá að nota sína peninga sjálf- ir en að láta samfélagið ákveða hvernig þeir eru notaðir. Ennfrem- ur vilja skattgreiðendur að skatt- arnir þeirra séu notaðir á skynsam- legan hátt til nytsamlegra hluta; eyðsla og óþarfa útgjöld stjórn- valda í vafasamar framkvæmdir eru eitur í þeirra beinum. Því er skynsamlegt viðhorf að hægt sé að réttlæta allt það nám sem samfélagið kostar í skólum á þann hátt að skattgreiðandinn sé sáttur við að skólarnir séu að gera góða hluti og leggja grunninn að nýtum þjóðfélagsþegnum framtíð- arinnar. Myndmennt í skólum hefur ekki sömu áherslur á öllum aldursstig- um, en þó má segja að í námskrám og kennsluáætlunum um mynd- mennnt sé aðaláherslan lögð á að gefa nemendum fjölbreytt og ríku- leg tækifæri til að tjá sig á myndræn- an hátt í gegnum eigin listræna sköpun. Myndmenntakennarar hafa einnig mestan áhuga á þessu sviði eins og kemur best í ljós þegar þeir koma saman til funda; þar er mest fjallað um nýjar aðferðir, efni og tæki sem geta aukið á fjölbreytni vinnu nemenda. En er það nægileg réttlæting fyrir myndmennt í skólum að í henni fái börn þjálfun í vinnubrögðum og útrás fyrir sköpunarþörf sína? Nei. Engan veginn. Skattgreiðandinn getur bent á að flest börn geta auð- veldlega fengið útrás fyrir sköpun- arþörfina utan skólans; þau byggja kastala í sandinn á ströndinni, þau skapa sitt eigið fólk og ríki úr ein- földum hlutum í leikjum sínum, þau lita, mála og teikna í bækur og blöð heima við, ein eða í faðmi fjöl- skyldunnar - án þess að skólinn komi þar nærri. Það er viðurkennt að börn hafa, a.m.k. á vissum aldri, ákaflega gaman af sköpun af öllu tagi. En er það nægileg réttlæting fyrir mynd- mennt í skólum? Tæpast. Skatt- greiðandinn hefur ekki mikinn áhuga á að aðrir skemmti sér á hans kostnað; hann mundi væntanlega þiggja að nota peningana sjálfur til að skemmta sér og börnum sínum 30

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.