Ný menntamál - 01.06.1994, Side 16

Ný menntamál - 01.06.1994, Side 16
C " ) Þær tilfinningar sem barn í sorg ber innra með sér eru ekki aðeins söknuður og hryggð heldur stöðugur ótti og kvíði (fyrst að pabbi dó þá getur mamma það líka). Sektarkennd („ég var ekki nógu góður við hann pabba“) og reiði út í hinn látna en hvernig á barn að koma slíkri tilfinningu í farsælan farveg þegar við full- orðna fólkið ráðum ekki við eigin tilfinningar? Ég hef oft bent á að ti! þess að syrgjandi geti fengið útrás fyrir sínar stríðu tilfinningar þá verður nánasta umhverfi að vita að sorgin er ekki einungis fram yfir jarðarförina. Því þá hefur náttúran sjálf sinn varnarhátt með því að deyfa allar tilfinningar svo að í reynd finnur syrgjand- inn ekki til mikils sársauka fyrr en vikum og jafnvel mánuðum eftir andlátið. En þá eru þeir sem fjær standa búnir að gleyma og örvæntingin er jafnvel talin bera vott um aumingjahátt og að vera að „velta sér upp úr eigin sorg“. Það er því mikið þolinmæðisverk að búa barni öruggt umhverfi sem það þarfnast til þess að geta fengið útrás tilfinninganna. Unglingar eru oft á tíðum miklar hópsálir. Það að vera öðruvísi á einhvern hátt er ekki „leyfilegt innan hópsins“. Því reynist það mörgum unglingum um megn að „vera öðruvísi“ við ástvinamissi. Unglingar geta því einangrast félagslega, gömlu vinirnir hafa ekki lengur sömu lífsreynslu eða skilning á að sorgin tekur langan tíma. Syrgjandinn breytist í hegðun, hann er sorg- mæddur og oft leiður og jafnvel óþægilegur samvistum. Hvernig fær unglingur útrás fyrir tilfinningaleg við- brögð sín þegar hann hefur misst ástvin? Leitar hann til foreldra, afa og ömmu, systkina, vina, eða vanda- lausra? Ef einstaklingur missir ástvin á unglingsárunum, bregst hann oftar en ekki við á þann veg að loka á tilfinningar sínar, byrgir inni sársauka og söknuð, lærir að lifa með innibyrgðum tilfinningum. Oft brýst sárs- aukinn út við notkun áfengis eða annarra vímuefna. Slík gerviútrás gerir illt verra og getur leitt til óöryggis og vanmáttar í nánum tilfinningatengslum. Tilfinningaviðbrögð vegna ástvinamissis eru ekki alltaf sett í samhengi, hvorki af fullorðnum né einstakl- ingnum sem í hlut á. Fyrsti missirinn er því oft geymdur þar til næsta áfall verður. Manneskjan getur svæft til- finningaumrótið, oft um margra ára skeið, skilur svo ekkert í því á fullorðinsárum að föðurmissirinn, sem hann eða hún varð fyrir í bernsku, leitar stöðugt á. Unglingar eru sá hópur syrgjenda, sem ég hef á liðnum árum haft hvað mestar áhyggjur af. Þær til- finningalegu breytingar sem fylgja því að breytast úr barni í þroskaðan einstakling er fyrir marga ærið verk- efni þó að ekki bætist við sorgarúrvinnsla. Hegðun unglings er oft þess eðlis að erfitt er fyrir fullorðna að nálgast hann með samúð og hlýju. Hann getur á stutt- um tíma dregist aftur úr í námi og leiðst út í öfgar og Tómstundir íslenskra ungmenna 115 bls. Verð kr. 1.500,- m/vsk. J bœklingnum er gefið yfirlit yfir tómstundastarf íslenskra unglinga eftir skólastigum, kyni og frœðsluumdæmum. Jafnframt erfjallað umfylgni milli þátttöku í einstökum tegundum tómstundastarfs og niðurstöður bornar saman viðfyrri rannsóknir“ Rannsóknastofnun uppeldis og menntamála Suðurgata 39 • Sími: 91-10560

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.