Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 28

Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 28
NY MENNTAMAL 2. tbl. 12. árg. 1994 c ) Eiríkur Þorláksson Nauðsyn listkennslu á grunnskólastigi ennarar hafa mörg undanfarin misseri verið einstaklega sein- heppnir í samskiptum sínum við fjölmiðla og almenning í þessu landi og ímynd hins velvilj- aða uppalanda, sem setur hags- muni nemenda ofar öðru, er löngu fölnuð. Þessu veldur fyrst og fremst langvinn hagsmunabarátta við erf- iðan vinnuveitanda en einhverra hluta vegna hafa mál samt sem áður skipast þannig að málstaður kenn- ara nýtur nú um stundir lítillar sam- úðar meðal þjóðarinnar. Ein dap- urlegasta afleiðing þessarar stöðu er að kennarar eiga erfitt með að hljóta verðskuldaða áheyrn þegar þeir setja fram hugmyndir sínar um skipulagsmál skóla, breytta kennsluhætti, áherslubreytingar varðandi mikilvægi kennsluefnis og aðra þá þætti, sem lúta að kennslu- málum almennt; allt slíkt er skoðað í ljósi baráttunnar um kaup og kjör, og tillögurnar oft vegnar og létt- vægar fundnar á þeim grundvelli einum saman. Vegna þessa er vert að kennarar leiði hugann að því að nálgast við- fangsefni kennslumála út frá nýjum sjónarhornum og reyni að setja sig í spor þeirra, sem lifa og hrærast ut- an menntakerfisins. Slík nálgun kallar á ný viðhorf, sem engu að síður kann að styrkja málstað kenn- ara á ýmsum sviðum og verða til þess að fleiri átti sig á mikilvægi þess starfs, sem fram fer í skólum landsins. Hér verður leitast við að skoða kennslu á sviði myndmennta út frá nýju sjónarhorni til að sjá hvað rétt- lætir að þessu námi sé markaður bás innan grunnskólans; svipuð at- hugun væri eflaust ekki úr vegi varðandi fleiri námsgreinar í ljósi breyttra tíma. Núverandi staða Kennarar og aðrir þeir, sem lifa og hrærast í umhverfi grunnskól- ans, vilja oft líta á það sem sjálf- sagðan hlut að í skólanum eigi að leitast við kenna nemendum allt það sem er verið að reyna að kenna þeim þar í dag. Umræður kennara um skólamál fjalla yfirleitt frekar um hverju skuli bæta við, því þörf barna og unglinga fyrir leiðsögn sé alltaf að aukast eftir því sem þjóð- V___________________J félögin þróast og verða sífellt flókn- ari. Það er ósköp fátt í lífinu sem er sjálfsagt þegar betur er að gáð - og þar er námsefni skóla ekki undan- skilið. Það hefði verið gaman að spyrja kennara í grunnskóla í Rúss- landi fyrir tíu árum að því hvað hann teldi nauðsynlegt að kenna í skólum landsins og bera þau svör saman við það sem sami kennari mundi segja í dag; það þarf engan sérfræðing í skólamálum til að átta sig á að svörin yrðu gjörólík. Þetta þurfa kennarar sífellt að hafa í huga og vera tilbúnir að ræða hvernig þeim peningum sem þjóð- félagið lætur skólana hafa til ráð- stöfunar verður best varið til hags- bóta fyrir þjóðfélagið - til að velja milli námsgreina, námsefnis, og hversu mikla áherslu (kennslu- tíma) viðkomandi nám á að fá inn- an skólans. Ef kennarar eru ekki tilbúnir að taka þátt í slíkri umræðu eru þeir staðnaðir og illa komið fyrir skólastarfi í landinu. Mikilvægasta spurningin er eðli- lega hvaða námi vill þjóðfélagið að grunnskólinn sjái nemendum fyrir? Það er auðvelt að setja fram langan og óraunhæfan óskalista, en svarið hlýtur að byggjast á lágmarkinu, 28

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.