Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 18

Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 18
( ) lítið? Eða trausti rólegi vinurinn sem er nú alltaf að lenda í slagsmálum í frímínútum? Kennari verður að virða sorg nemanda síns og leggja sig fram við að aðstoða hann í að finna aðra leið t.d. með sameiginlegu verkefni bekkjarins í tilfinningalegri tjáningu. Það hef- ur reynst mörgum nemendum gott að tengjast öðrum einstaklingum með sömu lífsreynslu. Að lokum ráðlegg ég kennurum að hafa samband við heimilin og hafa í huga að öll fjölskyldan er í sorg. Ennfremur er æskilegt að foreldrar láti kennara vita ef áfall hefur orðið í fjölskyldu, til dæmis dauðsfall náins ættingja, alvarleg veikindi eða yfirvofandi hjónaskiln- aður. Fráfall nemanda Það er mikilvægt að skóli viðurkenni dauða nem- anda síns. Nemendur skólans verða að vera þess áskynja að starfsfólk skólans syrgi nemanda. A þann hátt er skólinn í heild fyrirmynd barnanna af því að sorg er eðlilegt andsvar við missi. Andlát skólafélaga er oft fyrsta reynsla grunnskól- anemandans af eigin sorg og þeim farvegi er hún þarfn- ast til að öðlast eðlilega útrás tilfinninganna. Jafnframt verður þessi aldurshópur meðvitaður um eigin dauð- leika. Það að jafnaldri deyr, hefur áhrif á okkur öll, og að fyrstu reynslunni er mikilvægt að skólinn og að- standendur barnanna gefi gaum. Eftirfarandi eru nokkrar leiðbeiningar til hliðsjónar fyrir starfsfólk. X. Jarðarförin: starfsfólk komi sér saman um hverjir mæti, t.d. skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennar- ar sem kenndu barninu og bekkjarfélagar barnsins í samráði við foreldra. Ennfremur þarf að ákveða hvernig hluttekning er sýnd, samúðarkveðjur, minningargrein í dagblöð, blómvöndur til foreldra. 2. Skólinn allur getur heiðrað minningu hins látna, með því að halda minningarmót í íþróttum, sam- keppni í t.d. íslensku og myndmennt, setja mynd af hinum látna á áberandi stað. Staðið fyrir minning- arkvöldi, safnað peningum í minningu nemandans til styrktar málefni er var honum hugleikið svo nokkur dæmi séu tekinn. 3. Bekkurinn getur safnað í blómvönd og afhent for- eldrum, teiknað myndir, plantað tré á skólalóðinni eða sett eitthvert tákn í skólastofuna. Börnin geta tekið saman minningabrot um hið látna skólasyst- kini og afhent foreldrum. 4. Tilkynning andláts. I langflestum tilvikum deyr nemandi af slysförum. Áfallið er þá skyndilegt og oft stuttur tími til undirbúnings. Skólinn verður því að tilkynna nemendum andlátið. Best væri ef bekkj- arkennari, eða sá sem þekkir hópinn best, tilkynni andlátið og verði með börnunum í hlutverki sálu- sorgarans. Það reynist betur að kennarinn sé með börnunum en einhver ókunnugur á borð við skóla- stjórnendur, sálfræðing, námsráðgjafa, hjúkrunar- fræðing eða sóknarprest. Þó er mikilvægt að fyrr- greindir aðilar séu til staðar og aðstoði kennarann eftir þörfum. Einnig að kennarinn fái svigrúm til útrásar fyrir eigin sorg. Kennari reynir að tala við börnin, fer með þau út í göngu, eða þau syngja saman, teikna, minnast hins látna, tjá væntumþykju og umhyggju hvert fyrir öðru. Geti sýnt sorgar- viðbrögð, grát, reiði, ótta, söknuð svo eitthvað sé nefnt. Hvernig starfsfólk skóla ber sig að er háð aldri nem- anda og hve vel kennari þekkir nemendahópinn. Þó er mikilvægt að kennari sé með nemendahópnum á öllum skólastigum fyrstu klukkustundirnar frá því að andlát er tilkynnt. Síðastliðin sex ár hefur mér hlotnast mikil þekking á þörfum syrgjenda. Bæði er það eigin reynsla en ekki síður frásagnir foreldra, barna, unglinga og kennara á því hvað reyndist best og hvernig umhverfið brást syrgjendum. Ennfremur hef ég orðið þess áskynja að sú lífsreynsla að hafa misst ástvin og að því var ekki gefinn gaumur varð oftar en ekki rótin að miklum erfiðleikum í lífi einstaklings. Ég gæti nefnt hér mörg dæmi til eftirbreytni um framkomu kennara þar sem foreldri eða unglingur sögðu frá ómetanlegri hjálpsemi á erfiðleikatímum fjölskyldu og því miður einnig hvernig vanþekking og fordómar kennara gerði fjöl- skyldu í sorg erfiðara fyrir. En mál er að linni. Ég hef tæpt á mörgu og á engan hátt reynt að benda á eina allsherjarlausn. Það er nauðsynlegt fyrir skólafólk að kynna sér fræðsluefni um sorg og sorgarviðbrögð, líta í eigin barm, íhuga eigin missi og hvernig brugðist var við. Mikilvægast af öllu er þó að þekkja sjálfan sig. Ég tel að eðli kennarastarfsins geri kennara vel í stakk búna að bregðast af einurð og einlægni við sorg nem- enda sinna. Efni sem stuðst var við: Sr. Bragi Skúlason, 1992. VON - Bók um viðbrögð við missi. Hörpuútgáfan. Youngson, R.M.1989. Grief Rebuilding your Life and Bereavement. Great Britain. Shneidmann E.S.1984. Death: Current Perspectives. USA. Shneidmann E.S. án ártals. The College student and death. Stevens-Long J. og Cobb N.J 1983. Adolescence and early Adulthood USA. Ward Barbara and Associates 1989. Good Grief. England. Worden, William 1989. Grief Counselling and Grief Therapy. Great Britain. Ólöf Helga Þór er forstöðumaður Rauðakrosshússins. 18

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.