Ný menntamál - 01.06.1994, Síða 29
r að er því rökrétt að álykta
að það sé heldur ekki ætlun
samfélagins með myndmennt
í skólum að gera alla að
listamönnum en af
framkvœmd kennslunnar
mætti œtla að svo vœri.
þ.e. á hverju nemendur verða að
kunna einhver skil eigi þeir að geta
orðið nýtir þjóðfélagsþegnar.
Það eru allir sammála um undir-
stöðurnar: Allir nemendur verða
að læra að lesa sér að gagni, skrifa
þannig að aðrir geti lesið og reikna
þannig að þeir geti notað einfaldan
reikning eða skilji hann þegar þeir
sjá hann hjá öðrum, t.d. á reikning-
um og launaseðlum. Fram yfir
þetta er þess krafist að skólinn veiti
nemendum nokkra þekkingu í und-
irstöðuatriðum raunvísinda, til
þess að þeir átti sig á hvernig heim-
urinn gengur fyrir sig: Efnafræði,
eðlisfræði, líffræði, jarðfræði,
landafræði o.s.frv. eru helstu grein-
arnar sem skólinn notar í þessu
skyni. - Einnig er ætlast til að nem-
endur fái í skólanum nokkra innsýn
í hvernig mannkynið hefur komist á
núverandi stað og hvernig við för-
um að því að takast á við tilveruna:
Saga, bókmenntir, trúfræðsla og
félagsfræði eru meðal þess sem er
kennt í þessu skyni. - Loks er ætlast
til þess að skólinn geri sitt til að
nemendur geti orðið virkir í fjöl-
þjóðlegu og tæknivæddu samfélagi
dagsins í dag og því skulu nemend-
ur læra erlend tungumál (ensku) og
eitthvað um tæknina sem allt byggir
á (tölvur, rafeindatæki, vélar
o.s.frv).
Þá er upptalið það sem flestir
telja til grundvallaratriða og nem-
endum sé nauðsyn að læra nokkuð
um í skólum (takið eftir að hér hef-
ur ekki verið minnst á myndmennt -
ekki ennþá). Síðan bætist við fjöl-
\ margt, sem talið er æskilegt að
skólinn fjalli um - og sá listi getur
orðið óendanlegur: Fræðsla um eit-
urlyf, kynferðismál, jafnréttismál,
umhverfismál, þriðja heiminn,
minnihlutahópa, Evrópusamband-
ið - ólíkir áhugahópar geta haldið
áfram að bæta við og lengt þennan
lista til muna.
Hve langur er skóladagurinn?
Hve mörg eru skólaárin? Dugir
þessi tími til að koma öllu þessu
efni til skila til nemenda þannig að
vel sé? Miðað við þær kvartanir
sem berast stöðugt frá framhalds-
skólum og háskólum á íslandi er
svarið augljóslega nei.
Hvað er þá til ráða? Er þjóðfé-
lagið tilbúið að greiða meira fyrir
menntunina, lengja hana og bæta?
Svarið við þeirri spurningu er nær
örugglega neikvætt. Það er heldur
engin trygging til fyrir því að meira
fé frá þjóðfélaginu muni skila sér í
betri árangri nemenda. Og þegar
efnahagsþrengingar ganga yfir, líkt
og þessi árin, er frekar von á að fé
til skólanna verði skorið niður og
kennsla minnkuð; þá snýst umræð-
an ekki um hvaða námi á að bæta
við, heldur hvaða kennslu á að
minnka eða jafnvel hætta alveg að
bjóða upp á.
Þessi umræða er ekki ný á ís-
landi, heldur hefur hún verið í
gangi annars staðar í meira en ára-
tug, t.d. í Bandaríkjunum, og hefur
stundum gengið undir nafninu —
Back to Basics — Aftur að upphafi.
Þessi hreyfing byggir í grundvallar-
atriðum á þeirri skoðun að skólinn
sé nú á tímum alls ekki eini vett-
vangur lærdóms, heldur hafi allir
þegnar þjóðfélagsins möguleika á
að læra fjölmargt eftir öðrum leið-
um, t.d. í gegnum sjónvarp og út-
varp, bækur, tímarit, félagasam-
tök, fjarnám, opna fyrirlestra og
29