Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 14

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 14
14 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Golfklúbbur Reykjavíkur náði frábærum árangri þeg- ar sveit klúbbsins náði öðru sæti á Evrópumóti golf- klúbba sem fram fór á Estela golfvellinum í Portúgal í október. Sú hefð hefur skapast að sú sveit sem ber sigur úr býtum í Sveitakeppni GSÍ keppi fyrir Íslands hönd í þessu móti og því lék GR að þessu sinni. Arnar Snær Hákonarson, Haraldur Franklín Magnús og Þórður Rafn Gissurarson léku fyrir hönd GR og Íslands í mótinu og var Brynjar Eldon Geirsson liðsstjóri. Sveitin hóf keppni af miklum krafti og var í efsta sæti í mótinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana og var Harald- ur Franklín Magnús að leika feikilega gott golf og var sjóðheitur á pútternum. Töluvert hvassviðri gerði kylf- ingum afar erfitt fyrir og að sögn íslensku kylfinganna stóð portúgalska hvassviðrið alveg í því íslenska sem kylfingar hér á landi þekkja svo vel. GR sveitin leiddi með einu höggi fyrir lokahringinn og ætluðu íslensku strákarnir sér að koma heim með Evróputitilinn. Lítið gekk á lokahringnum í miklu hvassviðri og misstu GR-ingar efsta sætið í hendurnar á franska golfklúbbnum Ormesson sem vann að lokum mótið með nokkrum yfirburðum. Það hafði líklega ekki hvarflað að íslensku strákunum fyrir mótið að þeir yrðu ósáttir við annað sætið en sú varð raunin. Brynj- ar liðsstjóri var þó fljótur að finna jákvæðu hliðarnar eftir mótið enda er þetta besti árangur íslensks golf- klúbbs í mótinu frá upphafi. „Við vorum sjálfum okkur verstir á lokahringnum og vorum búnir að missa tækifærið á sigri eftir fyrri níu holurnar. Við ætluðum okkur að koma heim með doll- una og vorum í forystu eftir fyrstu tvo keppnisdag- ana. Þetta er hins vegar besti árangur Íslands í keppn- inni frá upphafi og það er árangur sem við getum glaðst yfir,“ sagði Brynjar Eldon að móti loknu. Eins og fyrr segir vann Ormesson klúbburinn með Þjóðfundarfyrirkomulag var notað á fundi sem GSÍ efndi til um afreksstefnu golfhreyfingarinnar. Fjölmargar tillögur urðu til og verða vegvísir fyrir afreks- nefnd sambandsins í framtíðinni. Fundargestir voru íþróttastjórar klúbbanna, fulltrúar PGA á Íslandi, formenn unglinga- og afreksnefnda kúbbanna, stjórn, afreksnefnd og starfsmenn GSÍ. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor í Háskóla Íslands stjórnaði fundinum og skipti fundarmönnum í þrjá sjö manna hópa. Í hverjum hóp var lóðs og fór hann fyrir hópnum og kynnti niðurstöður hans á hverjum tíma. Markmiðið var að sækja þekkingu og áherslur fundarmanna þegar kemur að afreksmálum golfhreyfingarinnar og skrá fyrir lok fundarins. Spurt var: „Hvað getum við gert til að koma kylfingum okkar í fremstu röð?“ Yfir sjötíu svör eða hugmyndir komu fram og síðan var unnið úr þeim. Mikil og lífleg umræða varð svo þegar fundarmenn kynntu sín svör og tillögur. Fundarmenn skrifuðu hugmyndir á gula miða og ræddu þær síðan. GR náði besta árangri frá upp- hafi í Evrópumóti golfklúbba Þjóðfundarfyrirkomulag notað á afreksstefnufundi nokkrum yfirburðum og lék hringina þrjá á samtals einu höggi yfir pari. GR urðu í öðru sæti á 16 höggum yfir pari og þýski klúbburinn St. Leon-Rot í þriðja sæti á 18 höggum yfir pari. Í einstaklingskeppninni var það Jerome Lando Casanova sem lék best allra á samtals fjórum höggum undir pari við afar erfiðar aðstæður. Það er hreinlega ekki annað en hægt að vera góður í golfi þegar þú berð eftirnafnið Casanova. Lokastaða efstu golfklúbba: 1. sæti: Ormesson - Frakkland +1 2. sæti: GR - Ísland +16 3. sæti: St. Leon-Rot - Þýskaland +18 4. sæti: Oporto - Portúgal +20 5. sæti: Son Servera - Spánn +21 Sigursveit GR í sveitakeppninni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.