Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 22

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 22
22 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F viðtalið úrtökukeppni Evrópumótaraðarinnar og sýndi það og sannaði að hann er til alls líklegur nánast eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna hér á landi í sumar. Mótamál Mótaröð golfsambandsins hét í sumar Eimskips- mótaröðin, en nokkur fyrirtæki komu til liðs við okkur og var hvert einstakt mót á mótaröðinni nefnt nafni þeirra. Það má segja að við séum komin á fyrri slóðir hvað það snertir að fá nokkur fyrirtæki til liðs við mótaröðina en fyrir tveimur árum vorum við með einn stóran aðila sem var í samstarfi við okkur. Þær breytingar sem urðu í þjóðfélagi okkar urðu til þess að stuðningur við okkur riðlaðist og við urðum að stokka upp á nýtt og leita nýrra leiða. Allt tekur þetta sinn tíma og ég tel okkur á réttri leið. Þetta er annað árið í röð sem við sýnum beint frá Ís- landsmótinu í höggleik á RÚV og fór mótið að þessu sinni fram á Kiðjabergsvelli. Glæsileg umgerð og góð skipulagning einkenndi mótið sem bæði var spenn- andi og skemmtilegt. Útsendingin, sem var tæknilega flókin, heppnaðist mjög vel og var íþróttinni til fram- dráttar. Þetta var stærsta verkefni sem Golfklúbbur Kiðjabergs hafði ráðist í og verður ekki sagt annað en að þeir hafi staðið sig vel, bæði stjórnendur og þeir fjöldamörgu sjálfboðaliðar sem komu að vinnu við mótið. Unglingamótin voru vel sótt í sumar og mikil gróska er í unglingastarfi klúbbanna. Mótin voru flest full- bókuð og mikil og spennandi keppni var meðal okkar fremstu kylfinga í unglingaflokkunum og sáum við oft glæsilegt skor í sumar. Haukur Örrn Birgisson, varaforseti GSÍ, var kosinn fyrir Íslands hönd í mótanefnd EGA og er það heiður fyrir okkur. Gunnar Bragason, fyrrverandi forseti GSÍ, hefur Formannafundur GSÍ var haldinn 20. nóv. sl í golf- skálanum á Flúðum og var mæting góð. Farið var yfir árið sem er að líða eða 68. starfsár Golfsam- bandsins en það var stofnað árið 1942. Lagðar voru fram áætlanir fyrir næsta ár, bæði rekstur og stefnu. Þá kynnti Edwin Rögnvaldsson umhverfisvottun golfvalla. Nokkur hiti var í fundarmönnum þegar rætt var um fríkort GSÍ og stóð umræðan milli fjölmennu og fámennu klúbbanna. Þó endaði þessi umræða með því að samþykkja tillögu nefndar á vegum GSÍ með því að fella út einn lið. Hann var þannig að klúbbar gætu sett tímamörk á notkun kortanna þ.e.a.s. að viðkomandi gæti t.d. ekki bókað teig- tíma nema milli 16:00 og 19:00 á daginn. Theódór Kristjánsson, sem situr í varastjórn GSÍ, fór yfir afreksmálin og stefnu sambandsins á næsta ári. Ef skoðaðar eru áætlanir frá árunum 2009 til 2011 má sjá að lagt verður meiri fjármagn í afreksstefnuna en gert hefur verið undanfarin tvö ár. Aðspurður hvort væri verið að ráða nýjan landsliðsþjálfara sagði Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri GSÍ að ekkert væri ákveðið að svo stöddu, en málin væru í vinnslu. Tekið var í notkun nýtt kerfi til að fylgjast með skori hjá kylfingum á netinu. Golfheimar.is var hannað sérstaklega fyrir Íslandsmótið í Kiðjabergi, en golf.is gat ekki annað þessu vegna álags. Jón Ásgeir, forseti GSÍ, talaði um það í ræðu sinni að það þyrfti að fara að endurskoða golf.is og hvort ekki þurfi að endurhanna þetta kerfi en það er ekki efst á lista, enda þarf mikið fjármagn til þess. Golfheimar.is nýttist stjórnendum Íslandsmóts- ins og Eimskipsmótaraðarinnar vel og er það ekki útilokað að það haldi áfram í stóru mótunum hér á landi. Mikil umræða um fríkortin á formannafundinum áður setið í mótanefnd EGA. Forseti sat alþjóðafund golfsambanda sem ætíð er haldinn í tengslum við heimsmeistarakeppni liða áhugamanna en fundurinn var haldinn í október sl. í Buenos Aires. Fjölgun iðkenda Stöðugt fjölgar í hreyfingu okkar og eins og oft hefur komið fram er golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ. Við efnahagsþrengingarnar sem dundu yfir okkur á haustmánuðum 2008 gerð- um við ráð fyrir fækkun í golfhreyfingunni. Raunin varð önnur en 5% fjölgun varð á félögum á árinu 2009. Í ár var talið að fækkunin sem búist hafði verið við kæmi fram, en svo var ekki og er fjölgun milli ár- anna 2009 og 2010 um 2%. Þá er ekki úr vegi að nefna að Golfsambandið verður 70 ára árið 2012 og er Steinar Lúðvíksson, rithöfundur, kominn vel á veg með að rita sögu sambandsins sem ætlunin er að verði gefin út á afmæli sambandsins. Formenn og framkvæmdstjórar klúbb- anna höfðu um margt að spjalla. Hörður Þorsteinsson og Eggert Sverrisson rýna í tölur og texta. Edwin Rögnvaldsson fjallaði um umhverfisvottun golfvalla.

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.