Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 44

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 44
44 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Árið í ár var nokkuð gott hjá Kristjáni Þór Einarssyni úr Golfklúbbnum Kili. Hann varð tvisvar í öðru sæti á Eimskipsmótaröðinni og var í íslenska landsliðinu sem keppti á Evrópumótinu í sumar. Hann hélt út í háskólanám í vetur og leikur með Nicholls State háskólanum í 1. deild- inni í bandaríska háskólagolfinu. Hann gerði sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta háskólamót í lok október í sterku móti sem fram fór í Texas. Þessi fyrrum Íslandsmeistari, bæði í höggleik og holukeppni, varð einnig í þriðja sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Hver voru helstu markmiðin þín í sum- ar og náðir þú þeim? Markmiðin mín voru tölfræðitengd í ár og ég náði þeim ekki öllum en þó nokkrum. Ég setti mér markmið að komast bæði í EM og HM hópinn en náði bara EM markmiðinu. Svo setti ég mér markmið að vinna eitt háskólamót á fyrsta árinu mínu í skól- anum hérna úti í Bandaríkjunum og það tókst í fjórðu tilraun þannig að ég set mér nýtt markmið eftir áramót um að bæta kannski einum sigri í viðbót í safnið. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunktur sumarsins var í rauninni enginn sem slíkur. Það var gaman að ná að landa öðru sætinu í Lands- mótinu eftir slaka byrjun. Vonbrigði sumarsins voru án efa að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum í Ís- landsmótinu í holukeppni. Hversu mikla þýðingu hefur sigurinn í háskólagolfinu fyrir þig? Hann hefur mikla þýðingu. Sigurinn gefur mér aukinn kraft til að gera betur á vellinum og vinna í mínum hlutum því hann sýnir mér líka það að ég get unnið mót erlendis en ekki bara heima á Íslandi. Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Árið var mjög gott hjá Rúnari Arnórs- syni úr Keili, bæði á unglinga- og full- orðinsmótaröðinni. Hvað þarft þú helst að bæta fyrir næsta keppnistímabil? Ég þarf að vera ákveðnari að leika vel undir pari, ekki detta í varnarleikinn þó maður sé kominn nokkur högg undir par. Svo ætla ég að vinna í styttri lengdunum, 40-100 metra höggunum. Ég er ekki nógu beinskeyttur í þessum höggum. Kristján Þór á 30 sekúndum: Klúbbur: GKj Aldur: 22 Forgjöf: -1,5 Leyndur hæfileiki: Get flautað eins og fugl Besti hringur: 62 högg (-9) á Hlíðavelli í Mosó, viku fyrir fyrsta stigamótið í sumar. Hola í höggi: 1 Uppáhalds kylfingur: Big Easy (Ernie Els). Draumaráshópurinn: Jimenez, Poulter og Mickelson. Uppáhalds kylfa: Pútterinn, það er kylfan sem vinnur golfmótin og sú mikilvægasta í pokanum. Þórdís Geirsdóttir úr Keili varð Íslandsmeistari kylfinga 35 ára og eldri sem fram fór á Hólms- velli í Leiru í sumar. Þessi mikli reynslubolti í íslensku golfi var með í öllum mótum sumarsins á Eim- skipsmótaröðinni en náði þó ekki að landa sigri. Sjálf segir Þórdís að daprir hringir í meistaramóti Keilis og Íslandsmótinu í Kiðjabergi hafi verið vonbrigði sumarsins en sig- urinn í Íslandsmóti 35+ hafi verið hápunktur sumarsins. Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú þeim? Markmiðin mín í sumar voru að auka sjálfstraustið hjá mér á meðan á leik stendur. Hafa meiri trú á því sem ég er að gera. Láta ekki lélegt golfhögg hafa áhrif á áframhald- andi spilamennsku. Þessi markmið náðust að mestu leyti en alltaf hægt að gera betur. Sálfræðin verð- ur tekin á þetta næsta sumar. Hver var hápunktur sumarsins og hver voru mestu vonbrigðin? Hápunktur sumarsins var góð spila- mennska í Íslandsmóti 35+ í Leir- unni þar sem ég náði að landa titl- inum eftir þriggja ára bið. Ég náði í þessu móti að jafna vallarmetið sem ég svo bætti í haust. Vonbrigði sumarsins var klárlega tveir daprir hringir í bæði meistaramóti Keilis og Íslandsmótinu á Kiðjabergsvelli. Hvenær gekk þér best og hvenær verst í mótum í sumar? Mér gekk best í Landsmóti +35 en versti hringurinn minn í sumar var án efa lokahringurinn í Lands- mótinu í Kiðjabergi. Skömm frá því að segja að ég gafst hreinlega upp fyrir rokinu. Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart í sumar? Ólafía Þórunn kom skemmtilega á óvart í sumar. Flottur kylfingur sem hefur tekið miklum framförum á skömmum tíma. Hvaða golfholur eru í uppáhaldi á mótaröðinni? Sautjánda holan í Vestmannaeyjum er án efa í langmestu uppáhaldi hjá mér. Engin hola í heiminum sem getur slegið hana út. Svo koma 11. holan á Hvaleyrarvelli, 3. holan í Leirunni, 3. holan á Garðavelli, 7. hol- an á Urriðavelli og 5. holan á Hellu. Hvað þarft þú helst að bæta fyrir næsta keppnistímabil? Ég þarf klárlega að bæta hjá mér 50 til 100 metra höggin fyrir næsta tímabil. Svo að sjálfsögðu bless- uð púttin, það segir Palli Ketils allavega. Þórdís á 30 sekúndum: Klúbbur: GK Aldur: 45 Forgjöf: 2,2 Leyndur hæfileiki: Góð á línuskaut- um Besti hringur: 68 högg, -2 í Öndverð- arnesi sem er vallarmet á rauðum teigum. Hola í höggi: Tvisvar Uppáhalds kylfingur: Björgvin Sig- urbergsson Draumaráshópurinn: Ég, Annika Sörenstam, Nick Faldo og Colin Montgomerie. Uppáhalds kylfa: 6-járnið Kristján Þór Einarsson GKj Íslandsmótið í holukeppni vonbrigði ársins GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað Ólafía Þórunn kom mest á óvart Þórdís Geirsdóttir GK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.