Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 44
44 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Árið í ár var nokkuð gott hjá Kristjáni
Þór Einarssyni úr Golfklúbbnum
Kili. Hann varð tvisvar í öðru sæti
á Eimskipsmótaröðinni og var í
íslenska landsliðinu sem keppti á
Evrópumótinu í sumar. Hann hélt út
í háskólanám í vetur og leikur með
Nicholls State háskólanum í 1. deild-
inni í bandaríska háskólagolfinu. Hann
gerði sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta
háskólamót í lok október í sterku móti
sem fram fór í Texas. Þessi fyrrum
Íslandsmeistari, bæði í höggleik og
holukeppni, varð einnig í þriðja sæti á
stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.
Hver voru helstu markmiðin þín í sum-
ar og náðir þú þeim?
Markmiðin mín voru tölfræðitengd
í ár og ég náði þeim ekki öllum en
þó nokkrum. Ég setti mér markmið
að komast bæði í EM og HM hópinn
en náði bara EM markmiðinu. Svo
setti ég mér markmið að vinna eitt
háskólamót á fyrsta árinu mínu í skól-
anum hérna úti í Bandaríkjunum og
það tókst í fjórðu tilraun þannig að ég
set mér nýtt markmið eftir áramót um
að bæta kannski einum sigri í viðbót
í safnið.
Hver var hápunktur sumarsins og hver
voru mestu vonbrigðin?
Hápunktur sumarsins var í rauninni
enginn sem slíkur. Það var gaman
að ná að landa öðru sætinu í Lands-
mótinu eftir slaka byrjun. Vonbrigði
sumarsins voru án efa að hafa ekki
náð að komast upp úr riðlinum í Ís-
landsmótinu í holukeppni.
Hversu mikla þýðingu hefur sigurinn í
háskólagolfinu fyrir þig?
Hann hefur mikla þýðingu. Sigurinn
gefur mér aukinn kraft til að gera
betur á vellinum og vinna í mínum
hlutum því hann sýnir mér líka það að
ég get unnið mót erlendis en ekki bara
heima á Íslandi.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati
mest á óvart í sumar?
Árið var mjög gott hjá Rúnari Arnórs-
syni úr Keili, bæði á unglinga- og full-
orðinsmótaröðinni.
Hvað þarft þú helst að bæta fyrir
næsta keppnistímabil?
Ég þarf að vera ákveðnari að leika vel
undir pari, ekki detta í varnarleikinn
þó maður sé kominn nokkur högg
undir par. Svo ætla ég að vinna í styttri
lengdunum, 40-100 metra höggunum.
Ég er ekki nógu beinskeyttur í þessum
höggum.
Kristján Þór á 30 sekúndum:
Klúbbur: GKj
Aldur: 22
Forgjöf: -1,5
Leyndur hæfileiki: Get flautað eins
og fugl
Besti hringur: 62 högg (-9) á Hlíðavelli
í Mosó, viku fyrir fyrsta stigamótið í
sumar.
Hola í höggi: 1
Uppáhalds kylfingur: Big Easy (Ernie
Els).
Draumaráshópurinn: Jimenez, Poulter
og Mickelson.
Uppáhalds kylfa: Pútterinn, það er
kylfan sem vinnur golfmótin og sú
mikilvægasta í pokanum.
Þórdís Geirsdóttir úr Keili varð
Íslandsmeistari kylfinga 35 ára
og eldri sem fram fór á Hólms-
velli í Leiru í sumar. Þessi mikli
reynslubolti í íslensku golfi var með
í öllum mótum sumarsins á Eim-
skipsmótaröðinni en náði þó ekki
að landa sigri. Sjálf segir Þórdís að
daprir hringir í meistaramóti Keilis
og Íslandsmótinu í Kiðjabergi hafi
verið vonbrigði sumarsins en sig-
urinn í Íslandsmóti 35+ hafi verið
hápunktur sumarsins.
Hver voru helstu markmiðin þín í
sumar og náðir þú þeim?
Markmiðin mín í sumar voru að
auka sjálfstraustið hjá mér á meðan
á leik stendur. Hafa meiri trú á því
sem ég er að gera. Láta ekki lélegt
golfhögg hafa áhrif á áframhald-
andi spilamennsku. Þessi markmið
náðust að mestu leyti en alltaf
hægt að gera betur. Sálfræðin verð-
ur tekin á þetta næsta sumar.
Hver var hápunktur sumarsins og
hver voru mestu vonbrigðin?
Hápunktur sumarsins var góð spila-
mennska í Íslandsmóti 35+ í Leir-
unni þar sem ég náði að landa titl-
inum eftir þriggja ára bið. Ég náði
í þessu móti að jafna vallarmetið
sem ég svo bætti í haust. Vonbrigði
sumarsins var klárlega tveir daprir
hringir í bæði meistaramóti Keilis
og Íslandsmótinu á Kiðjabergsvelli.
Hvenær gekk þér best og hvenær
verst í mótum í sumar?
Mér gekk best í Landsmóti +35 en
versti hringurinn minn í sumar
var án efa lokahringurinn í Lands-
mótinu í Kiðjabergi. Skömm frá því
að segja að ég gafst hreinlega upp
fyrir rokinu.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati
mest á óvart í sumar?
Ólafía Þórunn kom skemmtilega á
óvart í sumar. Flottur kylfingur sem
hefur tekið miklum framförum á
skömmum tíma.
Hvaða golfholur eru í uppáhaldi á
mótaröðinni?
Sautjánda holan í Vestmannaeyjum
er án efa í langmestu uppáhaldi hjá
mér. Engin hola í heiminum sem
getur slegið hana út. Svo koma 11.
holan á Hvaleyrarvelli, 3. holan í
Leirunni, 3. holan á Garðavelli, 7. hol-
an á Urriðavelli og 5. holan á Hellu.
Hvað þarft þú helst að bæta fyrir
næsta keppnistímabil?
Ég þarf klárlega að bæta hjá mér
50 til 100 metra höggin fyrir næsta
tímabil. Svo að sjálfsögðu bless-
uð púttin, það segir Palli Ketils
allavega.
Þórdís á 30 sekúndum:
Klúbbur: GK
Aldur: 45
Forgjöf: 2,2
Leyndur hæfileiki: Góð á línuskaut-
um
Besti hringur: 68 högg, -2 í Öndverð-
arnesi sem er vallarmet á rauðum
teigum.
Hola í höggi: Tvisvar
Uppáhalds kylfingur: Björgvin Sig-
urbergsson
Draumaráshópurinn: Ég, Annika
Sörenstam, Nick Faldo og Colin
Montgomerie.
Uppáhalds kylfa: 6-járnið
Kristján Þór Einarsson GKj
Íslandsmótið í holukeppni
vonbrigði ársins
GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað
Ólafía Þórunn kom mest á óvart
Þórdís Geirsdóttir GK