Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 66

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 66
66 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is SVEIFLAN hjá Tinnu Jóhannsdóttur Íslandsmeistara Hér er Tinna í efstu stöðu með stuttu járni. Í sam- anburði við myndina með dræver, þá er sveiflan mun brattari, þ.e. handleggir eru hærri og ferill kylf- unnar kemur lóðréttar niður í boltann en með lengri kylfu. Aðra vísbendingu um brattari sveiflu má sjá á rennilás jakkans sem Tinna klæðist, en efri búkurinn er þó nokkuð framávið, sem gerir það að verkum að líkamsþunginn hvílir fullmikið á vinstra táberg- inu, en vinstra hnéð er komið framfyrir tærnar, sem er óæskilegt. Tinna ætti því að temja sé ögn flatari stöðu með járnum, þ.e. snúa öxlum láréttar. Í heildina séð mjög góð sveifla hjá einni af okkar framtíðarstúlkum. Staða rétt eftir að boltinn er sleginn. Tinna hefur leyst kraftinn úr læðingi, sem sést með því að beina athygli að nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi horfir hún ennþá niður þar sem boltinn var, og hefur því haldið líkamsstöðunni vel í gegnum sveifluna fram að þess- um tímapunkti. Í öðru lagi er vinstri hliðin hærri, þ.e. vinstri öxl er hærri en sú hægri, og vinstri fótleggur er beinn, sem hjálpar henni að snúa líkamanum í gegn og klára sveifluna vel. Þessi tvö atriði gera henni kleyft að slá boltann beint, af miklum krafti, en hún hefur „sleppt“ kylfunni vel í gegn, sem sést á því að kylfuhausinn er kominn framfyrir hendurnar. Góð tækni hjá Tinnu

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.