Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 84

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 84
84 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Dunvegans er sennilega þekktasta golfkrá í heimi en hún er staðsett eitt hundrað metra frá 18. flöt- inni á Gamla vellinum, Old course, í St. Andrews í Skotlandi. „Hingað koma kylfingarnir,“ segir Sheena Willoughby sem rekur staðinn með Jack manni sín- um, í viðtali við Golf á Íslandi. Þau Jack & Sheena Willoughby komu til St. Andrews fyrir sautján árum síðan frá Aberdeen. Hún kemur frá Carnoustie en þar er eins og flestir vita annar frægur „Open“ völlur. Jack er hins vegar Bandaríkjamaður og kemur frá Texas. Ekki slæm blanda þegar hjón reka saman veitingastað því kúnnarnir eru kylfingar úr öllum heiminum sem koma til Mekka golfsins, St. Andrews, „Home of Golf“. „Allir sem koma til St. Andrews vilja leika Gamla völl- inn og því erum við í leiðinni,“ sagði Sheena með bros á vör. Hún segir að viðskiptavinir Dunvegans séu aðallega kylfingar úr öllum heiminum en í St. Andrews eru einnig margir stúdentar sem sækja nám í St. Andrews háskólanum og þar var um tíma Bretaprinsinn William í námi. Námsfólkið fer á aðra staði þó svo einhverjir kíki á þennan vinsæla golfpöbb og veitingastað. Dunvegans er ekki bara krá. Gisting er í vel útbún- um fjórum herbergjum sem geta hýst 8 manns. Á staðnum er einnig vinsæll veitingastaður sem ber nafnið The Claret Jug sem er jú nafnið á hinum aldna verðlaunagrip Opna breska mótsins. Þar er úrval rétta í boði en vinsælast á seðlinum eru grillaðar nautasteikur með tilheyrandi meðlæti. Inni á kránni er einnig hægt að fá mat af sama matseðli. Menn velja sér bara hvaða stemmningu þeir vilja því hún Þekktasta golfkrá í heimi G O L F í útlöndum -Old Course er heimavöllur þeira Sheenu og Jack eigenda Dunvegans golfpöbbsins í St. Andrews: er rólegri inni á veitingastaðnum. Vinsælustu drykk- irnir eru bjór, Tennent’s eða Carlsberg. Svo er Whiskey mjög vinsælt en yfir 50 tegundir eru í boði á Dunveg- ans. Dunvegans kráin er opin í ellefu mánuði á ári. Mest er að gera frá miðjum mars út október. Þau hjón loka í desember og fara þá oftast til Texas. Það er sérstök stemming á Dunvegans. Ekki aðeins er góður möguleiki að hitta á fræga kylfinga eða kylfu- sveina þeirra þegar mót eru heldur hafa einnig margir frægir einstaklingar komið á staðinn. Á staðnum má sjá alla veggi þakta ljósmyndum af mörgum af bestu kylfingum heims sem hafa komið og margar þeirra af þeim Jack og Shenu með kylfingum eins og Tiger Woods, Lorena Ochoa, Mark O’Meara, John Daly og síðan með þekktum einstaklingum, eins og George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og leikaranum Hugh Grant en hann keppir árlega á Dunhill mótinu, og mörgum fleirum. Einn af þekktum fastagestum Dunvegans var þekkt- asti kylfusveinninn í St. Andrews, Tip Anderson en hann var m.a. „kaddý“ Arnolds Palmer nokkrum sinnum frá árinu 1960 og hann var á pokanum hjá Palmer þegar hann vann Opna breska 1961 og 1962 en 1960 urðu þeir félagar í 2. sæti á Old Course. Tip var fastagestur á Dunvegans og átti sitt fasta pláss á kránni frægu. Þar mátti sjá þessi skilaboð á veggnum: „Þessi sæti eru fyrir Tip og vini hans“. Tip þekkti hverja þúfu á Gamla vellinum og þótti frábær kylfusveinn. Á Dunvegans eru teikningar af öllum sigurvegurum á Opna breska gerðar af listamanninum skoska David Joy en hann er heimamaður. Joy dressar sig upp við mörg tækifæri að skoskum sið í skotapilsi og tilheyr- andi og hermir eftir Old Tom Morris „fyrsta“ sem vann Opna breska fjórum sinnum á árunum 1861 til 1867. Þau Sheena og Jack leika golf nokkrum sinnum í viku og reyna að ná hring á Old Course sem oftast. Hún segist ekki vita hvað hún hafi oft leikið völlinn en hann sé óneitanlega heimavöllur þeirra. „Það er alltaf sérstök tilfinning að standa á 1. teig á Old Course, alveg sama hversu oft maður leikur hann,“ sagði Sheena. Sheena á Dunvegans. Sheena á mynd með Lorenu Ochoa. Kaldur á 19. holu. Kyle MacLachian,leikari hefur kíkt á Dunvegans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.