Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 88
88 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Staðreyndir
Aldur: 14 ára
Nafn: Sara Margrét Hinriksdóttir
Klúbbur: Keilir
Forgjöf: 15,2
Golfpokinn: MD kylfur, Odyssey
pútter, Gary Player 56 og 52 gráður
Golfskór: Nike og Ecco
Golfhanski: Callaway
Golfbolti: Callaway og Titelest
Uppáhalds matur: Purusteik
Uppáhalds drykkur: Fanta Lemon
Uppáhalds kylfa? 3-tré
Ég hlusta á: Fm957
Besta skor: 83 högg á Hvaleyrarvelli
Kaymer eða McIlroy? Mcllroy
Besta vefsíðan: Facebook
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: Ef þú bara vissir
Besta bíómyndin: Engin sérstök
bara allt nema hryllingsmyndir!
Hvað óttastu mest? Eðlur
UNGIR OG EFNILEGIR Páll Theodórsson
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Ástæðan fyrir því að ég byrjaði í golfi er helst sú að
foreldrar mínir byggðu hús rétt við Hlíðavöll í Mos-
fellsbæ og ég fór þangað ásamt vini mínum þegar við
vorum 11 ára. Við fórum ekkert endilega til að spila golf
heldur frekar til að forvitnast og leika okkur. Ingi Rúnar
Gíslason, golfkennari, bauð okkur strax að vera með
í krakkamóti. Mér gekk vel og fann að þetta var íþrótt
sem ég hafði gaman að.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það sem heillar mig er að maður er alltaf að keppa við
sjálfan sig og ekki að treysta á aðra. Svo er sama hve oft
maður leikur sömu brautirnar það er alltaf eitthvað nýtt
sem tekur á móti manni.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Taka þátt í mótaröð GSÍ, stunda nám af kappi og klára
stúdentspróf. Ég hef ekki tekið frekari ákvarðanir að
sinni.
Hvernig var árangur í samræmi við væntingar í sumar
í golfinu?
Árangurinn í sumar var ekki nægjanlega góður að mínu
mati því ég var að fá leiðindasprengjur í góðum hringj-
um. Ég hefði líka mátt æfa meira en ég gerði, sem hefði
klárlega sparað nokkur högg.
Skapið getur verið
kostur og galli
Kylfingurinn Páll Theodórsson úr Golfklúbbnum Kili er ungur og efnilegur
kylfingur sem á framtíðina fyrir sér. Hann er 18 ára gamall og varð í fjórða
sæti á stigalista Arion-banka unglingamótaraðarinnar í piltaflokki. Páll
var nokkrum sinnum í toppbaráttunni í piltaflokki í sumar þó honum hafi
ekki tekist að lenda í verðlaunasæti. Besti árangur hans var þegar hann
lenti í 4. sæti í lokamóti sumarsins á Hvaleyrarvelli. Páll stundar nám við
Framhaldsskólann á Laugum og æfir því lítið golf yfir vetrarmánuðina.
Hann ætlar sér hins vegar að bæta úr því í vor.
Staðreyndir
Aldur: 18 ára
Nafn: Páll Theodórsson
Klúbbur: Golfklúbburinn Kjölur (GKJ)
Forgjöf: 3,8
Golfpokinn: Titleist D1 driver, Titleist
906F2(15°), Callaway Forged 4-PW járn,
Callaway X – forged 52°,56° og 60°, Ping
Anser pútter.
Golfskór: Adidas Tour 360 LTD
Golfhanski: Srixon
Golfbolti: ProV1
Uppáhalds matur: Kryddaður kjúklingur
sem mamma gerir
Uppáhalds drykkur: Pepsi Max án efa
Uppáhalds kylfa? 56°
Ég hlusta á: Allt með góðum texta eða
góðan takti
Besta skor: 70 högg í Vestmanneyjum
Kaymer eða McIlroy? McIlroy án efa
Besta vefsíðan: Facebook
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: Allar náttúrufræðibækur
Besta bíómyndin: The Shawshank
Redemption
Hvað óttastu mest? Að það verði hætt að
framleiða Pepsi Max
Hver er helsti galli þinn í þínum leik og af hverju telur
þú að svo sé?
Minn helsti galli er örugglega lítil þolinmæði og að ég
tek of mikið af áhættum sem eru að kosta nokkur högg.
Það er hins vegar frábært þegar þau högg heppnast og
er auðvitað hluti af töfrunum við þessa íþrótt. Ég stefni
að því að leika af meiri skynsemi á næstu árum og
reyna að fækka höggunum.
Hver er þinn helst kostur í golfinu og af hverju?
Þó skapið sé galli þá finnst mér það vera kostur líka og
ég held að það eigi eftir að vera meiri kostur en galli í
framtíðinni. Ég get slegið langt sem er auðvitað kostur
þegar á þarf að halda og er skynsamlegt.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir?
Líklega er það þegar ég fékk örn á 13. holunni á Hval-
eyrinni í unglingamóti í júní árið 2007. Ég hafði leikið
ágætlega og var á pari eftir níu holur en var kominn tvo
yfir par fyrir 13 holuna. Upphafhöggið mitt var rétt um
120 metra frá holu og ég sló vel hægra megin við pinn-
ann, boltinn lenti framarlega á flötinni, rúllaði lengi
áður en hann lak í holuna.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég sló mig út úr Íslandsmóti fullorðinna í Vest-
mannaeyjum 2008 á 13. holu og komst ekki í gegnum
niðurskurðinn. Þá setti ég tvo bolta út af vellinum og
inn í íbúðarhverfið.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af
hverju?
Það er náttúrulega Tigerinn, hann er
svo hrikalega góður. Næstur er Ian Poulter en hann er í
miklu uppáhaldi hjá mér því að hann er svo svalur.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Ég er í Framhaldsskólanum á Laugum sem er frábær
skóli og námið gengur vel.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Aðstæður til golfæfinga hérna fyrir norðan eru ekki
miklar, en ég mun æfa í jólaleyfinu. Ég mun æfa á
fullu næsta vor og þá reyni ég að æfa tvær til fjórar
klukkustundir á dag.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Það er klárlega Vestmanneyjavöllur. Það er bara eitt-
hvað svo magnað við hann og þar er að finna flottar
holur, léttar holur, erfiðar og allt þar á milli. Það er svo
einstakt að vera í Eyjum.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi
hjá þér?
Áttunda og sextánda holan í Vestmannaeyjum eru í
uppáhaldi. Einnig er alltaf gaman að leika fjórtándu hol-
una á Hlíðavelli.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér
meðtöldum?
Ég, Tiger Woods, Ian Poulter og Rory McIlroy.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Bara að vera unglingur í heimavist í frábærum skóla í
Þingeyjarsýslu, með frábærum krökkum.