Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 94

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 94
94 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is til laugardags, en svo hættir mér til að flýta mér á sunnudögum. Sveiflan verður hraðari og púttin einnig. Margir halda kannski að þessi töp á stórmótunum sé það versta sem þú hefur upplifað um ævina. Þú hefur hins vegar gert mistök í fortíðinni og jafnvel nýlega, (ölvunarakstur 2009) hvaða lærdóm hefurðu dregið af þessum mistökum? Hvað það er mikilvægt að hafa fólk í kringum sig sem vill þér allt hið besta. Hverjir höfðu samband eftir PGA og U.S Open atvik- in? Einhverjir sem þú bjóst ekki við að heyra frá? Þú myndir ekki trúa því hvað það voru margir sem höfðu samband. Phil (Mickelson) skildi eftir hug- hreystandi skilaboð og sömuleiðis Butch (Harmon). Michael Jordan lét einnig heyra frá sér og við héngum saman í Vegas vikuna eftir PGA. Hvað sagði Michael við þig? Hann sýndi bara stuðning, sagði að ég hefði spilað vel og þetta væri bara skítt. Hann sagði að allir væru á sama máli, það var ómögulegt að sjá að þetta væri glompa. Og hvað gerðuð þið Michael Jordan í Vegas? Við spiluðum smá golf. Hann er mikill keppnismaður, mjög mikill keppnismaður. Hver vann? Ég vann hann. Hann var ekki að spila sem best. Ég er bara feginn að hafa ekki hitt á hann daginn áður, þá spilaði hann á 69. Þú hefur sjálfur leikið körfubolta í gegnum tíðina, þið M.J hafðið ekkert tekið smá einn á einn? Nei því miður, en við fórum út að borða og héngum saman tvö kvöld. Nú veit ég að þú getur troðið körfuboltanum, hver er þín besta troðsla? Já ég get enn troðið þrátt fyrir að spila ekki mikið þessa dagana. Ef ég kæmist aðeins í gírinn gæti ég kannski troðið aftur fyrir mig eða tekið hann við- stöðulaust á lofti (alley-oop). Annars er draumurinn sá að ég hlaupi upp völlinn, M.J sendir háa sendingu og ég tek boltann í loftinu og hamra honum. Hversu góður ertu miðað við hina í mótaröðinni sem spila körfubolta? Það er erfitt að segja. Ég veit að Gary Woodland er góður, hann spilaði körfu í háskóla. Hann er ansi seigur í drævunum líka. Það væru ekki margir sem að myndu slá okkur við í tveir á tvo í körfu og í drævkeppni. Er það satt að þú hafir getað gómað körfubolta í 7. bekk? Ég hef getað gert það alveg síðan ég man eftir mér. Þú eyðir miklum tíma í Las Vegas, hvað er það sem þér líkar við borgina? Mér finnst bara gott að vera þar, gott veður, mikið stuð og bara gaman. Hvernig er dæmigerður dagur fyrir þig í Vegas? Vinn aðeins með Butch. Spila kannski smá golf, fer út að borða og svo smá fjárhættuspil um kvöldið. Hvað spilarðu oftast? 21 og teningaspil. Heyrist mikið í þér við borðið í teningaspilinu? Kemur fyrir, ef ég er í góðu skapi. Þú byrjaðir að vinna með Butch í apríl. Hvað er það fyrsta sem hann hafði að segja um sveifluna þína? Það fyrsta sem hann sagði var að hann ætlaði ekki að breyta miklu í sveiflunni minni þó svo kylfuhausinn sé svolítið lokaður efst í baksveiflunni. Hann sagðist getað lagað þetta en það myndi hins vegar þýða að ég gæti ekki leikið golf lengur, þar sem ég hafði vanið mig á aðra aðferð allt mitt líf. Hverju hefur hann breytt í leik þínum? Að klára af 140 metrunum og nær, ég fæ fullt af þann- ig höggum út af högglengd minni. Við ákváðum að stytta sveifluna aðeins, sérstaklega í styttri járnunum. Þetta er allt að smella saman. Ég er líka að læra að fá boltann til að fara frá vinstri til hægri. Ég hef alltaf lát- ið hann svífa frá hægri til vinstri. Það er mikilvægt að geta komið sér að þessum holum sem liggja aftarlega hægra megin á sunnudögum. Ég náði því nokkrum sinnum á PGA mótinu. Hverjir eru nánustu vinir þínir á mótaröðinni? Phil (Mickelson) og ég erum orðnir ansi nánir. Annars er ég mikið með Steve Marino, D.J Trahan og Charlie Warren. Annars eru flestir þarna mjög fínir og við náum vel saman. Þú og Phil hafið spilað mikið af æfingarhringjum saman á þessu ári sem gerir Butch auðvelt fyrir þar sem hann þjálfar ykkur báða. Ég tel Phil vera einn af þeim bestu í heiminum. Við spilum mikið saman á þriðjudögum. Ég man eftir að hafa spilaði með Phil eftir að ég komst fyrst inn á mótaröðina. Við höfum náð vel saman á þessu ári. Er ekkert verið að leggja undir? Nokkra dollara, já. Nokkur hundruð eða nokkur þúsund? Hver veit? (hlær). Hvor er högglengri, þú eða Phil? Ég. (hlær). Nokkuð jafnir kannski? Það munar ekki miklu, hann er ansi seigur. En ég tek hann. Hvað telurðu þig hafa lært af Phil? Bara að sjá hvernig hann er í mannlegum samskipt- um, það er lærdómsríkt. Ég reyni að gefa eiginhandar- áritanir og koma vel fram við aðdáendur og tel mig standa mig ágætlega bara. Ég veit að þetta er mikil- vægur partur af þessu öllu saman. Afi þinn, Art Whisnant var nokkuð góður körfuknatt- leiksmaður er það ekki? Jú, hann er í frægðarhöllinni í South Carolina háskól- anum og er enn í fullu fjöri. Hann hefur verið stór hluti af mínu lífi alveg síðan ég man eftir mér. Hann hefur hjálpað mér mikið fjárhagslega. Flestir í fjöl- skyldunni eru nokkuð góðir íþróttamenn. Pabbi þinn líka? Í framhaldsskóla spilaði hann hafnarbolta, körfubolta, knattspyrnu og amerískan fótbolta. Hann byrjaði svo í golfi eftir framhaldskóla. Hann var meðalkylfingur en þó „skratsari“ (núll í forgjöf) og spilaði um tíma á minni mótaröðum. Einhver önnur íþrótt sem að heillaði þig áður en þú valdir golfið? Eiginlega ekki, ég var að vísu nokkuð góður í hafn- arbolta. Ég var kastari og var nokkuð fastur. Oftast vissi ég þó ekkert hvert boltinn var að fara. Ég spilaði eiginlega ekkert í framhaldsskóla því ég var kominn á fullt í golfið. Hversu góður varstu þegar þú varst yngri? Ég man þegar ég var 14 eða 15 ára spilaði ég á 64 höggum þrjá daga í röð á Golden Hills vellinum í Lex- ington. Hversu langt varstu að dræva á þeim tíma? Ég var að „dræva“ svona 275 metra þegar að ég var 16. Kemur það oft fyrir að áhugamenn missi sveifluna sína við það eitt að reyna að halda í við högglengd þína þegar þeir leika gegn þér? Margir gera það svona fyrstu tvær holurnar, þá róa ég menn niður og fæ þá til að mýkja sveifluna. Það kemur þó fyrir að maður lendir á móti kylfingi sem er nokkuð högglangur og hann tollir varla í skónum í sveiflunni. Hvað gerirðu þér til skemmtunar þegar þú ert ekki að spila golf? Ég elska að vera í vatni, helst á sjóskíðum eða sjóbretti. Þá hugsa ég ekkert um golf, ég velti því bara fyrir mér hvort að það sé nóg af klaka í kæliboxinu til að endast mér daginn. G O L F Dustin Johnson „Já ég get enn troðið þrátt fyrir að spila ekki mikið þessa dagana. Ef ég kæm- ist aðeins í gírinn gæti ég kannski troðið aftur fyrir mig eða tekið hann við- stöðulaust á lofti“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.