Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 98
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
98
Lindum - Skeifunni - Granda - Vefverslun - Sími 544 4000 - Símsala 575 8115
UFC
Nú hefur EA Sports tekið yfir UFC leyfið og gefa hér út sinn fyrsta leik, en hann er gerður af þeim sömu og
gerðu Fight Night boxleikina. Leikurinn keyrir á hini glænýju Ignite grafíkvél og er þetta einhver raunverulegasti
íþróttaleikur sem komið hefur út. Leikurinn inniheldur meira en 100 bardagakappa úr UFC keppninni
og geta leikmenn einnig búið til sinn eigin og farið með hann í gegnum heilan feril.
Gunnar Nelson er væntanlegur á næstu mánuðum sem aukaefni í leikinn.
Þriðja mót ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi
þann 21. júní sl. Mótið fór fram við góðar aðstæður á góðum velli í umsjón Golfklúbbsins
Mostra. Tæplega 30 kylfingar tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð fyrir kylfinga sem vilja
öðlast reynslu í höggleikskeppni áður en þeir stíga inn á stóra sviðið á sjálfri Íslandsbanka-
mótaröðinni. Lárus Garðar Long og Kristófer Tjörvi Einarsson, sem eru báðir úr Golfklúbbi
Vestmannaeyja, sigruðu í sínum flokkum og Nína Margrét Valtýsdóttir úr GR sigraði í flokki
14 ára og yngri.
Lokastaðan í flokki 15-16 ára kk:
1. Lárus Garðar Long, GV 82 högg
2. Emil Árnason, GKG 90 högg
3. Einar Sveinn Einarsson, GS 95 högg
Lokastaðan í flokki 14 ára og yngri kk:
1. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 76 högg
2. Sigmundur Þór Eysteinsson, GKj 86 högg
3. Viktor Markusson Klinger, GKG 91 högg
4. Atli Teitur Brynjarsson, GL 93 högg
5. Aron Emil Gunnarsson, GOS 93 högg
6. Máni Páll Eiríksson, GOS 97 högg
7. Hannes Arnar Sverrisson, GKG 101 högg
8. Svanberg Addi Stefánsson, GK 101 högg
9. Björn Viktor Viktorsson, GL 101 högg
10. Steingrímur Daði Kristjánsson, GK 102
högg
Lokastaðan í flokki 14 ára og yngri kvk:
1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 109 högg
2. Ásdís Valtýsdóttir, GR 114 högg
3. Thelma Björt Jónsdóttir, GK 131 högg
Kylfingar úr Eyjum sigursælir
á Víkurvelli í Hólminum