Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 27
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
27
Kristján Þór gat því fagnað Íslandsmeistara-
titlinum í holukeppni í annað sinn en hann
sigraði í fyrsta sinn árið 2009. Kristján Þór
varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2008.
„Ég er örmagna eftir þessa törn en þetta er
virkilega ánægulegur sigur. Ég setti mér skýr
markmið fyrir mótið og ég náði þeim. Mér
leið vel og ég þrífst alltaf best þegar mikið er
í húfi – eins og í holukeppninni. Ég var að
leika í fjórða sinn til úrslita á Íslandsmótinu
í holukeppni og í annað sinn í fullorðins-
flokki og ég hef alltaf náð að sigra,“ sagði
Kristjá Þór eftir mótið. Kristján Þór var ekki
valinn í íslenska landsliðið í golfi rétt áður en
Íslandsmótið í holukeppni hófst og hann var
ekki sáttur við það val. „Ég ætla að láta verkin
tala og ég sýndi hvað í mér býr á þessu móti,“
sagði Kristján Þór en hann er stigahæsti
kylfingurinn á Eimskipsmótaröðinni
þegar fjögur mót eru búin af alls sjö.
8 manna úrslit:
(1.) Kristján Þór Einarsson GKj 2/0
(2.) Birgir Leifur Hafþórsson, GKG
(4.) Haraldur Franklín Magnús, GR 3/1
(5.) Heiðar Davíð Bragason, GHD
(2.) Benedikt Árni Harðarson, GK
(7.) Stefán Már Stefánsson, GR 3/2
(3.) Bjarki Pétursson, GB 1/0
(6.) Rúnar Arnórsson, GK
Undanúrslit:
Kristján Þór Einarsson, GKj 2/1
Haraldur Franklín Magnús, GR
Stefán Már Stefánsson, GR
Bjarki Pétursson, GB 20. hola
Leikur um 3. sætið:
Stefán Már Stefánsson, GR 2/1
Haraldur Franklín Magnús GR
Úrslitaleikur:
Kristján Þór Einarsson, GKj 2/1
Bjarki Pétursson
„Annað höggið á 15. í úrslitaleiknum og upphafshöggið á 17.
í undanúrslitaleiknum eru högg mótsins að mínu mati og ég
get ekki gert upp á milli þeirra,“ sagði Kristján Þór Einarsson
Íslandsmeistari í holukeppni 2014 þegar hann var inntur eftir
því hvaða högg stæðu upp úr eftir mótið.
„Það var geggjuð tilfinning að ganga inn að flötinni á 17.,
sérstaklega þar sem ég hafði tapað 16. rétt áður. Það var mjög
gaman að sjá boltann á flötinni en ég hafði ekki hugmynd um
hvar boltinn hafði lent en heyrði fagnaðarópin hjá áhorfendum
sem voru að fylgjast með.
Kristján Þór sló ótrúlegt upphafshögg á 17. teig í undanúrslita-
viðureigninni gegn Haraldi Franklín Magnús, GR. Brautin er
rétt um 280 metrar að lengd en Kristján stytti sér leið og flaug
boltanum alla leið inn á flötina og hafnaði boltinn í stönginni.
Höggið var um 250 metra langt og stöðvaðist boltinn um 3
metra frá holunni – Kristján var nálægt því að fá örn en hann
tryggði sér sigur í viðureigninni gegn Haraldi þegar sá síðar-
nefndi náði ekki að setja niður um 2 metra pútt fyrir fugli.
Kristján Þór sló einnig magnað högg á 15. braut í úrslita-
viðureigninni gegn Bjarka Péturssyni úr GB. Kristján sló með
3-járni af teignum og reif síðan upp 3-tréð fyrir annað höggið.
Hann „lúðraði“ boltanum af 240 metra færi beint inn á flötina
og boltinn stöðvaðist um einn metra frá holunni. Glæsilegt
högg hjá Kristjáni sem vann holuna og lagði grunninn að 2/1
sigrinum gegn Bjarka.
„Geggjuð tilfinning að
ganga inn að flötinni á 17.“
Bjarki Pétursson slær upphafshöggið á 10. teig.
Kristján Þór lagði sig fram við að skoða
legu boltans en tók víti að lokum.
Kristján Þór Einarsson slær hér upp-
hafshöggið á 5. braut á Hvaleyrarvelli.