Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 27

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 27
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 27 Kristján Þór gat því fagnað Íslandsmeistara- titlinum í holukeppni í annað sinn en hann sigraði í fyrsta sinn árið 2009. Kristján Þór varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2008. „Ég er örmagna eftir þessa törn en þetta er virkilega ánægulegur sigur. Ég setti mér skýr markmið fyrir mótið og ég náði þeim. Mér leið vel og ég þrífst alltaf best þegar mikið er í húfi – eins og í holukeppninni. Ég var að leika í fjórða sinn til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni og í annað sinn í fullorðins- flokki og ég hef alltaf náð að sigra,“ sagði Kristjá Þór eftir mótið. Kristján Þór var ekki valinn í íslenska landsliðið í golfi rétt áður en Íslandsmótið í holukeppni hófst og hann var ekki sáttur við það val. „Ég ætla að láta verkin tala og ég sýndi hvað í mér býr á þessu móti,“ sagði Kristján Þór en hann er stigahæsti kylfingurinn á Eimskipsmótaröðinni þegar fjögur mót eru búin af alls sjö. 8 manna úrslit: (1.) Kristján Þór Einarsson GKj 2/0 (2.) Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4.) Haraldur Franklín Magnús, GR 3/1 (5.) Heiðar Davíð Bragason, GHD (2.) Benedikt Árni Harðarson, GK (7.) Stefán Már Stefánsson, GR 3/2 (3.) Bjarki Pétursson, GB 1/0 (6.) Rúnar Arnórsson, GK Undanúrslit: Kristján Þór Einarsson, GKj 2/1 Haraldur Franklín Magnús, GR Stefán Már Stefánsson, GR Bjarki Pétursson, GB 20. hola Leikur um 3. sætið: Stefán Már Stefánsson, GR 2/1 Haraldur Franklín Magnús GR Úrslitaleikur: Kristján Þór Einarsson, GKj 2/1 Bjarki Pétursson „Annað höggið á 15. í úrslitaleiknum og upphafshöggið á 17. í undanúrslitaleiknum eru högg mótsins að mínu mati og ég get ekki gert upp á milli þeirra,“ sagði Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari í holukeppni 2014 þegar hann var inntur eftir því hvaða högg stæðu upp úr eftir mótið. „Það var geggjuð tilfinning að ganga inn að flötinni á 17., sérstaklega þar sem ég hafði tapað 16. rétt áður. Það var mjög gaman að sjá boltann á flötinni en ég hafði ekki hugmynd um hvar boltinn hafði lent en heyrði fagnaðarópin hjá áhorfendum sem voru að fylgjast með. Kristján Þór sló ótrúlegt upphafshögg á 17. teig í undanúrslita- viðureigninni gegn Haraldi Franklín Magnús, GR. Brautin er rétt um 280 metrar að lengd en Kristján stytti sér leið og flaug boltanum alla leið inn á flötina og hafnaði boltinn í stönginni. Höggið var um 250 metra langt og stöðvaðist boltinn um 3 metra frá holunni – Kristján var nálægt því að fá örn en hann tryggði sér sigur í viðureigninni gegn Haraldi þegar sá síðar- nefndi náði ekki að setja niður um 2 metra pútt fyrir fugli. Kristján Þór sló einnig magnað högg á 15. braut í úrslita- viðureigninni gegn Bjarka Péturssyni úr GB. Kristján sló með 3-járni af teignum og reif síðan upp 3-tréð fyrir annað höggið. Hann „lúðraði“ boltanum af 240 metra færi beint inn á flötina og boltinn stöðvaðist um einn metra frá holunni. Glæsilegt högg hjá Kristjáni sem vann holuna og lagði grunninn að 2/1 sigrinum gegn Bjarka. „Geggjuð tilfinning að ganga inn að flötinni á 17.“ Bjarki Pétursson slær upphafshöggið á 10. teig. Kristján Þór lagði sig fram við að skoða legu boltans en tók víti að lokum. Kristján Þór Einarsson slær hér upp- hafshöggið á 5. braut á Hvaleyrarvelli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.