Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 104
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
104
BÆÐI MÖMMU OG
PABBA Á SAMA
HRING SEM
KYLFUBERA
„RAK“
UNG & EFNILEG – MELKORKA KNÚTSDÓTTIR
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Fjölskyldan dró mig í sportið þar sem allir í henni stunda golf.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Einstaklingsíþrótt, félagsskapurinn og útiveran.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss því margt spilar inn í.
Það væri alla vega draumur að fara í góðan háskóla í Bandaríkjunum
á annað hvort golf- eða fótboltastyrk.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum?
Já ég myndi segja það en auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Forgjöfin
hefur lækkað hratt á seinustu árum og skapið batnað.
Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna?
Helsti kostur eru tréhöggin og púttin.
Ég þarf að bæta vippin, u.þ.b. 10-50 metra.
Hvað er það sem þú ætlar helst að bæta í sumar?
Stutta spilið.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi?
Það er þrennt sem kemur í hugann. Þegar ég og Hekla Sóley vorum
að keppa saman í sveitakeppninni árið 2011 í Leirunni. Ef ég man það
rétt þá vorum við 8 undir eftir 9 holur en unnum leikinn í bráðabana.
Þegar ég fékk bolta í hausinn í þéttri þoku á Hvaleyrinni og síðast en ekki
síst þegar við stelpurnar í GK unnum tvöfaldan sigur í sveitakeppninni
á Flúðum árið 2013.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Ég man ekki eftir einhverju sérstöku en þó er alltaf vandræðalegt að
hugsa til baka þegar ég keppti á Áskorendamótaröðinni fyrir nokkrum
árum og rak bæði mömmu og pabba á sama hring sem kylfubera út af
skapinu í mér.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Tiger Woods, hann er alveg með þetta.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Nýútskrifuð úr Lækjarskóla á leiðinni í MR. Námið gengur vel.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Mjög misjafnt. Á veturna æfi ég þrisvar sinnum í viku með þjálfara og
eitthvað aðeins aukalega. Á sumrin reynir maður að vera á golfvellinum
hvern einasta dag en það fer eftir ýmsu hversu lengi maður er.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Ég held að uppáhalds golfvöllurinn minn sé heimavöllurinn. Hvaleyra-
völlur hefur einfaldlega upp á margt að bjóða og mér þykir alltaf gaman
að spila þar. Einnig elska ég að koma til Eyja og taka 18 holur. Frábær
golfvöllur þar sem náttúran fær að njóta sín.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
15. holan á Oddi, 11. holan á Hvaleyravelli og 17. holan í Eyjum.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtaldri?
Væri til í að spila Texas með Þóru Ragnars úr GK í liði á móti Tiger
Woods og Barack Obama.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Fótbolti og íþróttir almennt. Síðan er ekkert leiðinlegt að ferðast hérlendis
og erlendis.
STAÐREYNDIR:
Nafn: Melkorka Knútsdóttir
Aldur: 15 ára
Klúbbur: GK
Forgjöf: 12,8
Uppáhalds matur: Rjúpur, humar og
pizza
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds kylfa: Pútter
Ég hlusta á: Allt mögulegt
Besta skor: 84
Rory McIlroy eða Tiger Woods?
Tiger Woods
Strand- eða skógarvellir?
Skógarvellir
Besta vefsíðan: Facebook
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: The Divergent og Grafarþögn
Besta bíómyndin: Gæti aldrei valið eina en t.d.
Casino Royale, Slumdog Millionaire, Shaws-
hank Redemption og Hangover 1
Hvað óttastu mest í golfinu?
Að slá golfbolta í rúðu og brjóta hana
Golfpokinn: Poki: Titleist
Dræver: King Cobra
Brautartré: Callaway Legacy
Blendingur/Hybrid: Mizuno MP
Járn: Mizuno MX 200
Fleygjárn: Mizuno MX 200
Pútter: Scotty California
Del Mar
Hanski: FootJoy
Skór: Ecco Biom
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Hertz_Golf_2014_005_OK_Lokautg.pdf 1 16.4.2014 11:39:10