Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 133
Um versta dag ferilsins...
„Þegar ég fótbrotnaði í árslok 2012. Það var erfitt. Ég sá fótlegginn og
hugsaði með mér að nú væri ferillinn búinn. En ég fór í aðgerð sama
dag, staulaðist um á hækjum daginn eftir og lagði hart að mér í endur-
hæfingu. Síðan veitti lífið mér óvæntar gjafir; ég spilaði vel í fyrsta
mótinu eftir meiðslin, varð 49 ára gamall sigurvegari á atvinnumanna-
móti; komst á Masters og stóð mig vel. Hvað getur maður farið fram á
meira?“
Um upphitunaraðferðir...
„Það er vissulega skemmtilegt að sjá mig teygja, og aðdáendum mínum
finnst gaman að horfa – mér finnst það reyndar líka, þegar ég sé mynd-
bönd af mér. En þetta er mikilvægur þáttur í undirbúningi. Maður
verður að vera vel liðugur og sterkur til að spila golf með atvinnu-
mönnum. Mín upphitun losar um stirðleika – og hún virkar, því ég hef
aldrei orðið fyrir meiðslum á golfvellinum.“
Um miklar væntingar...
„Ég hreinlega elska að koma á mót og finna hnút í maganum sem vill
ekki fara. Það þýðir að ég er stressaður, og sú tilfinning er góð – því ég
veit að hún þýðir að ég á möguleika á sigri.“
Um möguleikann á því að stýra Ryder-liðinu...
„Það er staða sem ég vildi gjarnan vera í einhvern tímann, en hvort það
verður fyrir næstu eða þarnæstu keppni, veit ég ekki. Núna langar mig
bara að vera í liðinu og spila.“
Um ungu kylfingana sem lyfta í gríð og erg...
„Atvinnuíþróttamenn sem halda áfram að gera miklar kröfur til líkama
síns enda á því að fá meiðsli þegar þeir eldast, því mannslíkaminn er
ekki byggður til að standast slíkt álag. Vissulega þarf maður að þjálfa til
að halda heilsunni og vera í góðu ástandi, en maður má ekki yfirkeyra
líkamann. Ef þú ert sterkur og vel byggður, hvers vegna viltu þá verða
helmingi sterkari?“
Um að setjast í helgan stein...
„Ef ég get ekki lengur spilað vel, þá hætti ég. Ég ætla ekki að fljúga um
heiminn og láta golfvellina og aðra kylfinga fara illa með mig.“
Um lífsnautnir...
„Ég vil njóta lífsins. Ég drekk gott vín með matnum og reyki bestu
vindlana sem ég næ í. En ég vinn líka fyrir árangri mínum á golfvellinum
og finnst ekkert að því að eyða mörgum stundum á æfingasvæðinu eða
púttvellinum.“
Um ástríðuna fyrir kúbverskum vindlum....
„Ég elska vindla frá Kúbu. Í þeim finnur maður kryddið og sætubragðið
sem vantar í vindla frá öðrum löndum. Einu sinni reykti ég níu kúb-
verska vindla sama daginn og fann ekkert fyrir því í hálsinum. Það segir
eitthvað um vindlana, ekki satt?“
t
Um forgangsröðina...
„Það mikilvægasta er að hafa gaman af því að spila. Þetta þýðir ekki að
maður þurfi að vera hlægjandi allan daginn. Ef ég er í vandræðum, þá
sést brosið ekki, en mér finnst samt skemmtilegt að vera í þessum að-
stæðum. Ánægjan snýst um að gera það sem manni finnst skemmtilegt
– og mér finnst skemmtilegt að spila golf.“
„Ég er kannski 50 ára en þegar ég lít
í spegil þá sé ég ennþá sama mann-
inn. Skrokkurinn er fínn og ég slæ
boltann lengra en nokkru sinni fyrr“