Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 133

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 133
Um versta dag ferilsins... „Þegar ég fótbrotnaði í árslok 2012. Það var erfitt. Ég sá fótlegginn og hugsaði með mér að nú væri ferillinn búinn. En ég fór í aðgerð sama dag, staulaðist um á hækjum daginn eftir og lagði hart að mér í endur- hæfingu. Síðan veitti lífið mér óvæntar gjafir; ég spilaði vel í fyrsta mótinu eftir meiðslin, varð 49 ára gamall sigurvegari á atvinnumanna- móti; komst á Masters og stóð mig vel. Hvað getur maður farið fram á meira?“ Um upphitunaraðferðir... „Það er vissulega skemmtilegt að sjá mig teygja, og aðdáendum mínum finnst gaman að horfa – mér finnst það reyndar líka, þegar ég sé mynd- bönd af mér. En þetta er mikilvægur þáttur í undirbúningi. Maður verður að vera vel liðugur og sterkur til að spila golf með atvinnu- mönnum. Mín upphitun losar um stirðleika – og hún virkar, því ég hef aldrei orðið fyrir meiðslum á golfvellinum.“ Um miklar væntingar... „Ég hreinlega elska að koma á mót og finna hnút í maganum sem vill ekki fara. Það þýðir að ég er stressaður, og sú tilfinning er góð – því ég veit að hún þýðir að ég á möguleika á sigri.“ Um möguleikann á því að stýra Ryder-liðinu... „Það er staða sem ég vildi gjarnan vera í einhvern tímann, en hvort það verður fyrir næstu eða þarnæstu keppni, veit ég ekki. Núna langar mig bara að vera í liðinu og spila.“ Um ungu kylfingana sem lyfta í gríð og erg... „Atvinnuíþróttamenn sem halda áfram að gera miklar kröfur til líkama síns enda á því að fá meiðsli þegar þeir eldast, því mannslíkaminn er ekki byggður til að standast slíkt álag. Vissulega þarf maður að þjálfa til að halda heilsunni og vera í góðu ástandi, en maður má ekki yfirkeyra líkamann. Ef þú ert sterkur og vel byggður, hvers vegna viltu þá verða helmingi sterkari?“ Um að setjast í helgan stein... „Ef ég get ekki lengur spilað vel, þá hætti ég. Ég ætla ekki að fljúga um heiminn og láta golfvellina og aðra kylfinga fara illa með mig.“ Um lífsnautnir... „Ég vil njóta lífsins. Ég drekk gott vín með matnum og reyki bestu vindlana sem ég næ í. En ég vinn líka fyrir árangri mínum á golfvellinum og finnst ekkert að því að eyða mörgum stundum á æfingasvæðinu eða púttvellinum.“ Um ástríðuna fyrir kúbverskum vindlum.... „Ég elska vindla frá Kúbu. Í þeim finnur maður kryddið og sætubragðið sem vantar í vindla frá öðrum löndum. Einu sinni reykti ég níu kúb- verska vindla sama daginn og fann ekkert fyrir því í hálsinum. Það segir eitthvað um vindlana, ekki satt?“ t Um forgangsröðina... „Það mikilvægasta er að hafa gaman af því að spila. Þetta þýðir ekki að maður þurfi að vera hlægjandi allan daginn. Ef ég er í vandræðum, þá sést brosið ekki, en mér finnst samt skemmtilegt að vera í þessum að- stæðum. Ánægjan snýst um að gera það sem manni finnst skemmtilegt – og mér finnst skemmtilegt að spila golf.“ „Ég er kannski 50 ára en þegar ég lít í spegil þá sé ég ennþá sama mann- inn. Skrokkurinn er fínn og ég slæ boltann lengra en nokkru sinni fyrr“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.