Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 22
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
22
Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði frábærum árangri á Opna
breska áhugamannamótinu sem fram fór á Norður-Írlandi 16.-22. júní. Haraldur náði
alla leið í átta manna úrslit þar sem hann tapaði 7/5 gegn Skotanum Neil Bradley en
hann tryggði sér síðan sigur á mótinu. Það er að miklu að keppa á þessu móti því Bradley
verður með á Opna breska meistaramótinu sem fram fer þessa dagana á Royal Liverpool
vellinum og hann fær einnig keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári.
Þar að auki er hefð fyrir því að sigurvegarinn fái boð um að taka þátt á Mastersmótinu.
Árangurinn hjá Haraldi er áhugaverður þar
sem 288 kylfingar tóku þátt og aðeins 64
þeirra komust í sjálfa holukeppnina eftir
tveggja daga höggleikskeppni. Keppt var á
Royal Portrush og Portstewart völlunum
á Norður-Írlandi en sá fyrrnefndi verður
keppnisvöllurinn á Opna breska meistara-
mótinu árið 2019.
Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur
Ágúst Kristjánsson (GR) og Axel Bóasson
(GK) komust ekki áfram í holukeppnina eftir
höggleikskeppnina sem stóð yfir í tvo daga.
Andri Þór var aðeins einu höggi frá því að
komast áfram. Þetta er í 119. sinn sem mótið
fer fram.
Haraldur sigraði John Kinnear í 16 manna
úrslitum 2/1. Í 32 manna úrslitum sigraði
Haraldur Jordan Smith frá Englandi á
19. holu og í 64 manna úrslitum sigraði
Íslendingurinn Danann Nicolai Tinning
nokkuð örugglega.
Nicolai Tinning Danmörk var fyrsti mót-
herjinn hjá Haraldi í 64 manna úrslitum.
Daninn er í 462. sæti á heimslista áhuga-
manna og sigraði Haraldur nokkuð örugg-
lega 4/3.
Jordan Smith frá Englandi var
næsti mótherji í 32 manna
úrslitum. Smith er í 63. sæti
á heimslistanum og sigraði
Haraldur afar naumlega á
fyrstu holu í bráðabana eða á
19. holu.
Haraldur mætti
öðrum enskum
kylfing í 16 manna
úrslitum, Paul
Kinnear, og þar
hafði Haraldur
betur 2/1.
Kinnear er í 282.
sæti heimslistans.
Skotinn Neil
Bradley reyndist
síðan erfiður viðureignar í átta manna
úrslitum keppninnar en hann er í 38. sæti
heimslistans og lauk leiknum á 12. holu með
7/5 sigri.
„Þetta var skemmtilegt mót og mikil reynsla
að fá að taka þátt og ná svona langt. Holu-
keppnin er öðruvísi en höggleikurinn og
það er hægt að vinna þrátt fyrir að maður
spili ekki vel og síðan tapar maður kannski
leiknum þar sem maður leikur vel. Bradley
var í miklu stuði gegn mér, hann setti nánast
öll innáhögg alveg við holuna, og hann
setti niður 40 metra pútt utan flatar fyrir
fugli. Það var erfitt að eiga við hann,“ sagði
Haraldur en hann mun að öllum líkindum
fá boð um að taka þátt á þessu móti að ári
liðnu. „Mér líður þannig að ég tel mig eiga
möguleika á að vinna þetta mót. Til
þess þarf allt að ganga upp og það
er alveg möguleiki á að eiga slíka
daga. Þessir vellir sem við vorum
að keppa á voru frábærir, ekta
strandvellir. Royal Portrush
fannst mér eftirminnilegri
enda verður Opna
breska meistara-
mótið haldið
þar 2019,“ sagði
Haraldur Franklín
Magnús.
- komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu
www.volkswagen.is
Afmælispakkaður.
Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við nokkra sérútbúna Comfortline og Highline bíla
á einstöku tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna.
Golf Comfortline 1.4 TSI sjálfskiptur 3.850.000 kr.
Aukalega í afmælisútgáfu
• 17" Dijon felgur með sportfjöðrun
• Skyggðar rúður
• Sportsæti
• R-Line útlit
• Xenon ljós með LED dagljósum
• Panoramic sóllúga
Afmælisbíll með aukabúnaði 4.735.000 kr.
Tilboðsverð 4.120.000 kr.
Golf Highline 1.4 TSI sjálfskiptur 4.190.000 kr.
Aukalega í afmælisútgáfu
• 17" Dijon felgur með sportfjöðrun
• Skyggðar rúður
• R-Line útlit
• R-Line innrétting
• Xenon ljós með LED dagljósum
Afmælisbíll með aukabúnaði 4.965.000 kr.
Tilboðsverð 4.360.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
4.120.000 kr.
VW Golf Comfortline 1.4 TSI
á afmælistilboði:
Þú sparar 615.000 kr.
Frábær árangur hjá
Haraldi á Norður-Írlandi