Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 22

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 22
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 22 Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði frábærum árangri á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fór á Norður-Írlandi 16.-22. júní. Haraldur náði alla leið í átta manna úrslit þar sem hann tapaði 7/5 gegn Skotanum Neil Bradley en hann tryggði sér síðan sigur á mótinu. Það er að miklu að keppa á þessu móti því Bradley verður með á Opna breska meistaramótinu sem fram fer þessa dagana á Royal Liverpool vellinum og hann fær einnig keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári. Þar að auki er hefð fyrir því að sigurvegarinn fái boð um að taka þátt á Mastersmótinu. Árangurinn hjá Haraldi er áhugaverður þar sem 288 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 þeirra komust í sjálfa holukeppnina eftir tveggja daga höggleikskeppni. Keppt var á Royal Portrush og Portstewart völlunum á Norður-Írlandi en sá fyrrnefndi verður keppnisvöllurinn á Opna breska meistara- mótinu árið 2019. Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Axel Bóasson (GK) komust ekki áfram í holukeppnina eftir höggleikskeppnina sem stóð yfir í tvo daga. Andri Þór var aðeins einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í 119. sinn sem mótið fer fram. Haraldur sigraði John Kinnear í 16 manna úrslitum 2/1. Í 32 manna úrslitum sigraði Haraldur Jordan Smith frá Englandi á 19. holu og í 64 manna úrslitum sigraði Íslendingurinn Danann Nicolai Tinning nokkuð örugglega. Nicolai Tinning Danmörk var fyrsti mót- herjinn hjá Haraldi í 64 manna úrslitum. Daninn er í 462. sæti á heimslista áhuga- manna og sigraði Haraldur nokkuð örugg- lega 4/3. Jordan Smith frá Englandi var næsti mótherji í 32 manna úrslitum. Smith er í 63. sæti á heimslistanum og sigraði Haraldur afar naumlega á fyrstu holu í bráðabana eða á 19. holu. Haraldur mætti öðrum enskum kylfing í 16 manna úrslitum, Paul Kinnear, og þar hafði Haraldur betur 2/1. Kinnear er í 282. sæti heimslistans. Skotinn Neil Bradley reyndist síðan erfiður viðureignar í átta manna úrslitum keppninnar en hann er í 38. sæti heimslistans og lauk leiknum á 12. holu með 7/5 sigri. „Þetta var skemmtilegt mót og mikil reynsla að fá að taka þátt og ná svona langt. Holu- keppnin er öðruvísi en höggleikurinn og það er hægt að vinna þrátt fyrir að maður spili ekki vel og síðan tapar maður kannski leiknum þar sem maður leikur vel. Bradley var í miklu stuði gegn mér, hann setti nánast öll innáhögg alveg við holuna, og hann setti niður 40 metra pútt utan flatar fyrir fugli. Það var erfitt að eiga við hann,“ sagði Haraldur en hann mun að öllum líkindum fá boð um að taka þátt á þessu móti að ári liðnu. „Mér líður þannig að ég tel mig eiga möguleika á að vinna þetta mót. Til þess þarf allt að ganga upp og það er alveg möguleiki á að eiga slíka daga. Þessir vellir sem við vorum að keppa á voru frábærir, ekta strandvellir. Royal Portrush fannst mér eftirminnilegri enda verður Opna breska meistara- mótið haldið þar 2019,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. - komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu www.volkswagen.is Afmælispakkaður. Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við nokkra sérútbúna Comfortline og Highline bíla á einstöku tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna. Golf Comfortline 1.4 TSI sjálfskiptur 3.850.000 kr. Aukalega í afmælisútgáfu • 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • Sportsæti • R-Line útlit • Xenon ljós með LED dagljósum • Panoramic sóllúga Afmælisbíll með aukabúnaði 4.735.000 kr. Tilboðsverð 4.120.000 kr. Golf Highline 1.4 TSI sjálfskiptur 4.190.000 kr. Aukalega í afmælisútgáfu • 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • R-Line útlit • R-Line innrétting • Xenon ljós með LED dagljósum Afmælisbíll með aukabúnaði 4.965.000 kr. Tilboðsverð 4.360.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði 4.120.000 kr. VW Golf Comfortline 1.4 TSI á afmælistilboði: Þú sparar 615.000 kr. Frábær árangur hjá Haraldi á Norður-Írlandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.