Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 11

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 11
Eimskipsmótaröðin í golfi hefst síðari hluta maí mánaðar og fer fyrsta mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppnistímabilið í ár er það fimmta í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram næstu þrjú árin. Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar– og markaðsdeildar Eimskips og Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum og verður Eimskip aðalstyrktar – og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. „Eimskip hefur átt gott samstarf við Golf­ sambandið undanfarin ár. Með endurnýjun á samkomulagi um það samstarf leggur Eimskip sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar á golfíþróttinni. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Umgjörð íslenskra golfvalla er orðin afar glæsileg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað víðsvegar um land bæði á völlunum sjálfum og í því félagsstarfi sem klúbbarnir sjálfir reka. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli. Snyrtimennska, heilbrigði og góðir siðir eru hluti af golfíþróttinni og erum við hjá Eimskip sannfærð um að þau ungmenni sem fá gott uppeldi á golfvellinum með fjölskyldum sínum njóti forskots þegar út í lífið er komið. Forvarnarstarf hefur verið Eimskip hugleikið á undanförnum árum. Golfíþróttin er mikilvægur þáttur í því starfi. Mikilvægt er að börn og unglingar finni til sín í félagsstarfi og fái tækifæri til þess að stunda þær íþróttir sem þau hafa gaman að og ekki skemmir fyrir að þau geti notið þess með foreldrum sínum. Eimskip þakkar GSÍ fyrir það samstarf sem félagið hefur átt á síðustu árum og horfir jákvætt fram á veginn. Eimskip hvetur svo alla til þess að fylgjast með Eimskipsmótaröðinni í sumar og það er best gera það með því að fara á vellina og ganga með kylfingunum. En fyrir þá sem ekki komast á vellina þegar mótin eru þá verður sýnt frá Eimskipsmótaröðinni í sjónvarpi í sumar. Hápunkturinn er svo í júlí þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram það er viðburður sem enginn golfáhugamaður má láta framhjá sér fara,” sagði Ólafur William Hand við undirritun samningsins. „Frábær fjölskylduíþrótt” – Eimskip leggur sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar „Eimskip hefur verið öflugur stuðningsaðili golf­ íþróttarinnar um árabil og mikilvægur samstarfs­ aðili Golfsambands Íslands. Með stuðningi Eimskips hefur GSÍ tekist að bæta umgjörð afrekskylfinga en um leið haft tækifæri til að kynna golfíþróttina fyrir almenningi, með því að sýna beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir golfhreyfinguna að stór fyrirtæki eins og Eimskipafélag Íslands, sjái ástæðu til að styðja við íþróttina á þeirri forsendu að golfíþróttin sé heppileg fyrir samfélagið og hafi jákvæð áhrif þá sem taka þátt og spila golf,“ sagði Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. 11GOLF.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.