Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 11
Eimskipsmótaröðin í golfi hefst síðari hluta maí mánaðar og fer fyrsta
mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppnistímabilið í ár er það fimmta í röðinni
undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Farsælt samstarf Golfsambands
Íslands og Eimskips mun halda áfram næstu þrjú árin. Ólafur William
Hand, forstöðumaður kynningar– og markaðsdeildar Eimskips og Hörður
Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, skrifuðu undir samning þess efnis á
dögunum og verður Eimskip aðalstyrktar – og samstarfsaðili Golfsambands
Íslands.
„Eimskip hefur átt gott samstarf við Golf
sambandið undanfarin ár. Með endurnýjun
á samkomulagi um það samstarf leggur
Eimskip sitt af mörkum til enn frekari
uppbyggingar á golfíþróttinni. Golf er frábær
fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land.
Umgjörð íslenskra golfvalla er orðin afar
glæsileg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað
víðsvegar um land bæði á völlunum sjálfum
og í því félagsstarfi sem klúbbarnir sjálfir
reka. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til
þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið
þátt allt frá börnum til afa og ömmu. Allir
geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli.
Snyrtimennska, heilbrigði og góðir siðir
eru hluti af golfíþróttinni og erum við hjá
Eimskip sannfærð um að þau ungmenni
sem fá gott uppeldi á golfvellinum með
fjölskyldum sínum njóti forskots þegar út í
lífið er komið.
Forvarnarstarf hefur verið Eimskip hugleikið
á undanförnum árum. Golfíþróttin er
mikilvægur þáttur í því starfi. Mikilvægt
er að börn og unglingar finni til sín í
félagsstarfi og fái tækifæri til þess að stunda
þær íþróttir sem þau hafa gaman að og ekki
skemmir fyrir að þau geti notið þess með
foreldrum sínum. Eimskip þakkar GSÍ fyrir
það samstarf sem félagið hefur átt á síðustu
árum og horfir jákvætt fram á veginn.
Eimskip hvetur svo alla til þess að fylgjast
með Eimskipsmótaröðinni í sumar og það
er best gera það með því að fara á vellina
og ganga með kylfingunum. En fyrir þá
sem ekki komast á vellina þegar mótin eru
þá verður sýnt frá Eimskipsmótaröðinni í
sjónvarpi í sumar. Hápunkturinn er svo í júlí
þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram það er
viðburður sem enginn golfáhugamaður má
láta framhjá sér fara,” sagði Ólafur William
Hand við undirritun samningsins.
„Frábær fjölskylduíþrótt”
– Eimskip leggur sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar
„Eimskip hefur verið öflugur stuðningsaðili golf
íþróttarinnar um árabil og mikilvægur samstarfs
aðili Golfsambands Íslands. Með stuðningi
Eimskips hefur GSÍ tekist að bæta umgjörð
afrekskylfinga en um leið haft tækifæri til að
kynna golfíþróttina fyrir almenningi, með því að
sýna beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi.
Þá er ekki síður mikilvægt fyrir golfhreyfinguna
að stór fyrirtæki eins og Eimskipafélag Íslands, sjái
ástæðu til að styðja við íþróttina á þeirri forsendu
að golfíþróttin sé heppileg fyrir samfélagið og hafi
jákvæð áhrif þá sem taka þátt og spila golf,“ sagði
Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ.
11GOLF.IS