Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 18
Fimm kylfingar fengu úthlutað úr sjóðnum á þessu ári, tvær konur og þrír
karlar, en þetta er í fjórða sinn sem styrkir eru veittir úr Forskoti.
Að sjóðnum standa Eimskip, Valitor,
Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og
Icelandair Group.
Frá upphafi hefur sjóðurinn beint sjónum
sínum að tveimur til fimm kylfingum á
hverjum tíma og leitast við að gera þeim
auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu
skilyrði í samræmi við það sem gerist á
alþjóðlegum vettvangi. Úthlutanir byggjast
á tillögum frá fagráði sjóðsins en í því
sitja, Úlfar Jónsson, Gauti Grétarsson og
Sigurpáll Geir Sveinsson.
Kylfingarnir sem fengu úthlutað úr
sjóðnum að þessu sinni eru: Birgir Leifur
Hafþórsson (GKG), Ólafur Björn Loftsson
(GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR),
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL).
Miklar kröfur eru gerðar til íþróttafólksins
um ráðstöfun þessara styrkja og ber þeim
að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir
auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín. Þá
eru gerðir sérstakir samningar við hvern
kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og
Ólympíuhreyfingarinnar.
Í samtali við Golf á Íslandi sögðu kylfing
arnir sem fengu úthlutað úr sjóðnum á þessu
ári að það væri gríðarlega mikilvægt að fá
slíkan stuðning – og það væri hvatning til
þess að gera enn betur í framtíðinni.
Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti
Afrekssjóður íslenskra kylfinga, Forskot, var settur á laggirnar árið 2012 með það
að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem
stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.
18 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti