Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 20

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 20
Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari úr GKG, ætlar að leggja alla áherslu á mót erlendis á þessu ári. Birgir er með takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir komst inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina sl. haust. Opnaði það glugga inn á Áskorendamótaröðina og verða mótin mun fleiri í ár hjá Birgi miðað við undanfarin misseri. Hann verður einnig með á nokkrum mótum á Nordic League mótaröðinni. „Ég ætla að nýta tækifærin sem gefast – hér heima á Íslandi er markmiðið að leika á Íslandsmótinu, ef það rekst ekki á mót á Áskorendamótaröðinni,” segir Birgir Leifur en hann er búsettur á Íslandi og starfar hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann hefur því glímt við íslenskar aðstæður í vetur á undirbúningstímabilinu. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég hef lagt áherslu á stutta spilið og líkamsræktina. Tíminn var vel nýttur samhliða vinnudeginum.” Birgir er með skýr markmið fyrir tímabilið og ætlar að festa sig í sessi á bestu mótaröð Evrópu. „Ég fæ fleiri tækifæri í ár á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og með góðum árangri þar get ég fest mig í sessi á bestu mótaröð Evrópu. Ég þarf að nýta þetta tækifæri eins vel og ég get - og taka skref upp á við.” Stuðningurinn frá Forskoti er mikilvægur fyrir Birgi og hann vonast til þess að sjóðurinn eigi eftir að eflast enn frekar á næstu árum. „Þetta er kostnaðarsöm útgerð og því er mikilvægt að fá stuðninginn frá Forskoti. Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem koma að þessum sjóði. Framtíðin er björt í íslensku golfi og ómetanlegt fyrir yngri afrekskylfinga að vita af þessu baklandi og stuðningi. Þannig geta þau látið drauma sína rætast.” Birgir Leifur verður 39 ára gamall í maí á þessu ári en hann hefur verið atvinnukylfingur frá árinu 1997. Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur öðlast keppnisrétt á bestu atvinnumótaröð Evrópu. Það er enn markmiðið hjá Birgi að komast inn á Evrópumótaröðina og halda sér þar í nokkur ár. „Ég sé þetta þannig fyrir mér að ég verði búinn að festa mig í sessi á Evrópumóta röðinni á næstu árum og haldi mér þar fram til 45 ára aldurs. Eftir það er stefnan sett á öldungamótaröðina,” sagði Birgir Leifur í léttum tón. Þarf að nýta tækifærin sem gefast 20 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.