Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 26

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 26
Smáralind NÝ OG BETRI SÆTI Í ÖLLUM SÖLUM Reynslunni ríkari eftir fyrsta árið Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er reynslunni ríkari eftir fyrsta árið sitt sem atvinnukylfingur. Valdís er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni í Evrópu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir - en Valdís lék á mótaröðinni á síðustu leiktíð. „Ég mun einbeita mér að LETAS móta röðinni - en ég hefði einnig getað fengið nokkur mót á sjálfri LET Evrópumóta röðinni. Fyrirvarinn er stuttur fyrir slíkt og ég tel því best að vera með 100% fókus á LETAS mótaröðina,” segir Valdís en hún hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2009 og 2012. „Ég ætla að mæta til leiks hér heima á Íslandsmótið í holukeppni og Íslandsmótið.” Valdís hefur lagt mikla áherslu á púttæfingar í vetur og líkamlega þáttinn. „Ég tók mér frí í desember eftir úrtökumótið en lagði áherslu á að styrkja mig og bæta þolið. Æfingarnar hafa markast af því veðurfari sem hefur verið á Íslandi í vetur en ég hef reynt að nýta þá möguleika sem eru í boði.” Hvað markmiðin varðar segir Valdís að hún vilji halda þeim fyrir sig - en stóra markmiðið sé að komast á sjálfa LET Evrópumótaröðina. Til lengri tíma litið er markmiðið að komast á topp 50 listann í heiminum og banka á dyrnar á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.” Styrkurinn sem hún fær frá Forskoti skiptir öllu máli fyrir Valdísi í atvinnumennskunni. „Án hans gæti ég ekki farið á mótaröðina enda mikill kostnaður sem fylgir þessu. Ég er þakklát fyrir stuðninginn frá þeim sem standa að Forskoti og einnig öðrum sem hafa stutt mig. Ég mun halda styrktarmót í sumar sem hjálpar mér að ná endum saman.” Valdís hlakkar til að fá Ólafíu Þórunni með sér á LETAS mótaröðina. „Fyrstu mótin í fyrra voru virkilega erfið - enda var ég alein og þekkti ekki neinn. Það lagaðist strax og ég fór að kynnast stelpunum og deila með þeim herbergjum og fara út að borða með þeim á ferðalögunum. Það verður gott að geta talað íslenskuna á þessum ferðalögum.” Hef þroskast mikið sem kylfingur Þórður Rafn Gissurarson úr GR byrjaði keppnistímabilið nokkuð snemma á þýsku Pro Golf Tour atvinnu­ mótaröðinni. Hann vonast til þess að fá tækifæri á nokkrum mótum á Áskorendamótaröð Evrópu en Þórður ætlar að leika á Íslandsmótinu á Garðavelli - en mótin á Eimskipsmótaröðinni verða ekki mörg hjá atvinnukylfingnum á þessu ári. „Undirbúningurinn fyrir þetta tímabil var ekki mikill. Það hefur verið mikið að gera í keppnisgolfinu en ég æfi eins mikið og hægt er. Undanfarin tvö ár hef ég lagt mesta áherslu á stutta spilið með þjálfaranum, Justin Blazer, sem er með aðsetur í Viera, Florida. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er að vinna í að laga nokkra hluti í sveiflunni með Inga Rúnari Gíslasyni íþróttastjóra GR – en það er langtímaverkefni,” segir Þórður um undirbúning sinn fyrir tímabilið. Markmiðin eru skýr hjá Þórði. „Ég þarf að vera á meðal fimm tekjuhæstu á móta röðinni sem ég er á til þess að komast lengra. Áskorenda- og Evrópumótaröðin eru langtímamarkmiðin. Ég hef einnig sett mér það markmið að verða Íslandsmeistari í golfi - hef verið tiltölulega nálægt því síðustu ár.” Þórður segir að styrkurinn frá Forskoti skipti miklu máli og sé mikilvægur. „Þetta er kostnaðarsamt og erfitt. Ég held að fáir viti hvernig þetta er hjá okkur. Það er því mjög mikilvægt að hafa sjóð eins og Forskot sem hjálpar manni við að elta drauminn. Erfitt að gera það ef enginn peningur er til staðar.” „Ég er búinn að þroskast mikið sem kylfingur, sérstaklega síðustu tvö ár. Eftir sigurinn á Jamega Tour í Englandi í fyrra fékk ég hungrið aftur. Var búinn að dala og sjálfstraustið var ekki mikið. Sigurinn gjörbreytti því öllu. Einn af mínum bestu dögum hingað til. Ef ég verð ekki kominn á Áskorenda mótaröðina á næstu tveimur árum þá getur vel verið að ég láti staðar numið. Ég er 27 ára og ekki að yngjast. Ef ég er enn á sama stað eftir tvö ár þá er ég líklegur til að hætta í atvinnumennskunni og snúa mér að öðru. Ég þarf að vera raunsær. Hinsvegar ætla ég mér að komast á mótaraðirnar fyrir ofan þannig að það er talsverður tími í að maður fari að vinna á skrifstofunni.” 26 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.