Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 38

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 38
Það fylgir því mikið álag að vera afreksmaður í íþróttum og segir Jón að golfið sé frábær leið til þess að ná sér niður andlega í erfiðum törnum. „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég vil spila golf er að ég get „kúplað” mig frá því sem ég er að gera alla daga í vinnunni. Að vera úti í góðum félagsskap og gleyma sér í þessu er ómetanlegt. Þar sem golfið tekur oft langan tíma fer maður að ræða ýmis mál við félagana sem maður hefur oft ekki tíma til að ræða. Þrátt fyrir að maður sé oft „pirraður” yfir einhverjum lélegum höggum er þetta mjög afslappandi íþrótt. Golfið krefst einnig einbeitingar og það heillar mig. Maður finnur mjög fyrir því hve illa hlutirnir geta farið ef maður missir einbeitinguna. Það er líka alltaf einhver keppni í gangi og mér gengur betur ef ég er að keppa.” Brúðkaup og stórmót Lilja Björk Guðmundsdóttir er unnusta Jóns Arnórs og saman eiga þau tvö börn. Lilja hefur áhuga á golfi líkt og Jón Arnór og þau reyna að leika saman þegar tækifærin gefast. Það er óvíst að sumarið 2015 verði golfsumarið mikla hjá þeim Jóni og Lilju því þau ætla að gifta sig í júlí og síðan taka við stífar landsliðsæfingar vegna úrslitakeppni EM í körfubolta hjá landsliðsmanninum. „Við lékum meira áður en börnin fæddust og þar sem ég er mikið á ferðalögum í vinnunni þá lendir það mest á henni að sjá um börnin á meðan ég er í burtu. Það hefur því ekki gefist mikill tími fyrir hana í golfinu að undanförnu en við reynum að nýta þau tækifæri sem gefast til að spila golf saman. Hún hefur gaman að þessu og er virkileg keppnismanneskja. Það er engin keppni okkar á milli en við gætum búið hana til ef því er að skipta. Við spilum einnig tennis af og til - okkur til skemmtunar. Það verður nóg um að vera í sumar hjá fjölskyldunni. Brúðkaup í júlí, stórmót hjá landsliðinu í haust og ef það gengur vel í úrslitakeppninni gæti keppnistímabilið staðið fram til loka júní. Ég býst því ekki við að geta gefið golfinu eins mikinn tíma og áður í sumar - en ég mun nýta hverja einustu stund sem gefst til að komast í golf.” Oft í basli með að finna rástíma Landsliðsstrákarnir í körfuboltanum eru ekki mikið í golfinu að sögn Jóns en Hlynur Bæringsson fer þar fremstur í flokki. Jón Arnór er félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefur tekið þátt í meistaramótinu sem er að hans mati stórskemmtilegur viðburður. „Það eru ekki margir kylfingar í landsliðshópnum en Hlynur Bæringsson hefur gaman af golfi líkt og Pavel Ermolinskij. Ég er aðallega að spila með mínum gömlu félögum úr KR. Þar má nefna Ólaf Ægisson, Böðvar Guðjónsson og Pál Kolbeinsson. Jón Norðdal Hafsteinsson, gamall landsliðsfélagi úr Keflavík, er einn sá grimmasti í golfinu úr körfunni og við spilum oft saman. Ég leik því oftast í Grafarholtinu og á Korpunni - en það er oft erfitt að finna rástíma og þar sem ég er ekki mjög skipulagður lendi ég oft í því að fá ekki rástíma. Ég er því oft í „bölvuðu” basli að komast í golf þar sem ég er allt annað en skipulagður. Það gengur víst ekki þegar mikil aðsókn er í rástímana.” 87 högg er besta skorið „Besta skorið hjá mér er 87 högg. Ég er yfirleitt að berjast við að komast undir 90 höggin. Ég held að bestu hringirnir hjá mér hafi verið í meistaramóti hjá GR - þá fann ég hvað það er gaman að keppa í golfi. Það á miklu betur við mig að fara í keppni heldur en að vera með „hangandi” haus og enga einbeitingu. Ég einbeiti mér miklu betur og spila betur fyrir vikið þegar ég er í keppni. Golfið er ávanabindandi og þegar ég dett í golfgírinn yfir sumartímann hugsa ég lítið um annað. Dag og nótt.” hnotskurn Jón Arnór Stefánsson, fæddur 21. september 1982. Forgjöf 14.7. Klúbbur: GR. Atvinnumaður í körfubolta með Unicaja Malaga á Spáni. Ferill: 2000-2002: KR 2002-2003: TBB Trier, Þýskaland 2003-2004: Dallas Mavericks, Bandaríkin 2004-2005: Dynamo St. Pétursborg, Rússland 2005-2006: Napólí, Ítalíu 2006-2007: Valencia, Spánn 2007-2008: Róm, Ítalíu 2008-2009: KR 2009: Benetton, Ítalíu 2009-2011: Granada, Spánn 2011-2014: Zaragoza, Spánn 2014-: Malaga, Spánn 38 GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfið er ávanabindandi – hugsa um það dag og nótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.