Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 72

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 72
segir Björn að tillögurnar hafi fengið góðan hljómgrunn hjá félagsmönnum. „Í Grafarholti hefur verið unnið að því að klára stefnumörkunina um framtíð vallarins. Við höfum verið í fínu samtali við félagsmenn um hvert skal stefna. Ef marka má skoðanakönnun sem gerð var hjá félagsmönnum GR varðandi framtíð Grafar holtsvallar þá eru skilaboðin nokkuð skýr. Félagsmönnum líst vel á þær tillögur sem lagt er upp með frá Tom Mackenzie. Stór meirihluti félagsmanna er sammála því að taka þarf til hendinni í Grafarholti. Það er ljóst að völlurinn þarf hjálp við að þola það mikla áreiti sem er á vellinum yfir sumartímann og fólki líst vel á hugmyndafræðina sem Mackenzie leggur upp með.” Björn segir að framtíðarskipulag Grafar holtsvallar sé næsta stóra verkefnið hjá GR. „Það er ekkert óeðlilegt að það komi fram veikleikar í völlum með tímanum. Grafarholtið var byggt upp af vanefnum fyrir margt löngu þegar félagar í GR voru á bilinu 300-400. Á þeim tíma var álagið ekki mikið á vellinum en það hefur gjörbreyst þegar félagafjöldinn er 3000 og völlurinn þétt setinn frá morgni til kvölds. Í raun og veru frá fyrsta opnunardegi og þangað til honum er lokað. Fáir golfvellir í heiminum eru jafnvel nýttir og golfvellir á höfuðborgarsvæðinu. Við spilum jafnmarga hringi á völlum GR á 4-5 mánaða tímabili og leikið er á St. Andrews völlunum í Skotlandi allt árið um kring. Nýtingin á völlum GR er óvenjumikil í öllum samanburði og við þurfum að vera með öll tæknileg atriði á hreinu við uppbygginguna hjá okkur – sérstaklega þar sem við erum nú stödd þetta norðarlega á jarðkringlunni.” „Við viljum skipta um holur á hverjum degi og það tekur tvær vikur fyrir svæðið að jafna sig í kringum gömlu holuna. Það þarf því að lágmarki 14 möguleika fyrir holustaðsetningu á flötunum. Fæstar holur í Grafarholtinu bjóða upp á svo marga möguleika. Það gerir það að verkum að álagið verður meira á þeim svæðum flatarinnar – þar er grasið sem gefst upp yfir veturinn. Ef það fer „þreytt” undir snjóinn kemur það dautt undan vetrinum.” „Breytingarnar á Grafarholti eru í kynningarferli og á næsta aðalfundi verður lögð fram tillaga um „masterplan” Grafarholtsvallar. Sú tillaga verður annaðhvort samþykkt eða felld. Eins og staðan er núna er aðeins verið að leggja fram tillögu um hvað skuli gera á Grafarholtsvelli. Það verður ákveðið síðar hvernig staðið verður að framkvæmdum. Við lítum á þetta sem margra ára ferli. Halda þarf áfram samtalinu við félagsmenn og einnig Reykjavíkurborg. Það er ljóst að vellinum verður ekki lokað ef farið verður í þessar breytingar. Við framkvæmum hægt og rólega í takt við fjárhagsgetu GR.” Þetta verður útsýnið af 18. teig í tillögu Mackenzie – en teigasettin verða á nýjum stað og brautin verður í „hundslöpp" frá hægri til vinstri. Stórkostlegt útsýni yfir brautina og tignarleg lokahola SMÁRALIND 5659730, KRINGLAN 5680800, GLERÁRTORG 4627800 SMÁRALIND XL 5650304 ÞÚ FÆRÐ GOLFFATNAÐINN Í DRESSMANN! 150422_DM_Is_210x300_mh.indd 1 4/21/15 12:56 PM 72 GOLF.IS - Golf á Íslandi Skilaboðin eru skýr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.