Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 74

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 74
AeroBurner dræverinn frá TaylorMade er athyglisverð nýjung á markaðinum. AeroBurner er „löng“ kylfa í tvennum skilningi. Skaftið er aðeins lengra en á venjulegum dræver og það ætti að gefa meiri möguleika á löngum upphafshöggum. Sérfræðingar mæla með því að kylfingar fari í mælingu áður en þeir fjárfesta í nýjum dræver. Því gæti verið hentugt fyrir marga að láta stytta skaftið um 2–2,5 cm. Slíkt skaft skilar oftast stöðugri og beinni höggum. Hljóðið sem myndast þegar boltinn er sleginn með AeroBurner drævernum er sérstakt en það venst vel og er ekki óþægilegt að sögn sérfræðinga sem hafa slegið með þessari kylfu. Högglengd er helsti kosturinn við kylfuna og hún fyrirgefur vel þegar höggin eru ekki fullkomin. Það á að vera hægt að ná ágætum kylfuhraða og þar með auknum hraða á boltanum með þessu verkfæri. Sérfræðingarnir sem vita allt um golfútbúnað mæla með kylfunni fyrir þá sem vilja fá „létta” tilfinningu þegar þeir grípa dræverinn á teignum. TaylorMade AeroBurner er hannaður fyrir kylfinga sem eiga oft í erfiðleikum með að slá boltann hátt í upphafshöggunum. Hægt er að fá dræverinn með fjórum mismunandi gráðum, frá 9.5°, 10.5°, 12°, til 14.5° og er Matrix Speed Rul-Z skaft á kylfunum þegar þær koma úr verksmiðjunni. TaylorMade AeroBurner er ekki með neinum möguleikum til þess að „stilla” gráður eða aðra slíka hluti. Það borgar sig því að prófa sig áfram áður en rétta kylfan er valin en kylfuhausinn er 460 cc að stærð. Sérfræðingar mæla sérstaklega með þessari tegund fyrir kylfinga sem eru ekki með mikinn kylfuhraða í sveiflunni. Heildarþyngd dræversins er minni en þrjú meðal súkkulaðistykki - eða 300 gr. Að sjálfsögðu er einnig hægt að fá 3-tré og blendingskylfur af ýmsum gerðum í AeroBurner línunni og eru eiginleikar þeirra sömuleiðis miðaðar við að ná háu boltaflugi - líkt og með drævernum. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg. ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. 2.25% A L C . V O L .. . W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R O K K A R B J Ó R – AeroBurner dræverinn hentar vel fyrir kylfinga sem vilja hærra boltaflug Létt og skemmtilegt verkfæri 74 GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.