Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 76
Z 745 járnin frá Zrixon hafa fengið góðar viðtökur
á heimsvísu sem og á Íslandi. Ólafur Björn
Loftsson, atvinnukylfingur úr GKG, er með slík
vopn í „vopnabúrinu”. Z 745 járnin gefa miðlungs
boltaflug og eru hannaðar með betri kylfinga í
huga en markhópurinn er samt sem áður mun
stærri þar sem margir ættu að geta nýtt sér
eiginleika vörunnar.
Hönnuðir Z 745 járnanna lögðu áherslu
á að topplínan á kylfuhausnum væri eins
þunn og hægt er. Það gefur kylfingnum
tilfinningu fyrir því að hann geti stjórnað
boltafluginu betur – og tilfinningin er góð
að standa yfir boltanum með þessar kylfur í
höndunum. Útlitið er því „klassískt“ þegar
litið er niður á kylfuhausinn.
Kylfuhausinn er úr styrktu járni (forged) og
er járnið í hæsta gæðaflokki. Kolefni eru
notuð í framleiðsluna sem gerir að
kylfuhausinn gefur góða tilfinningu
fyrir höggunum og viðnámið við
boltann virðist vera „mjúkt sem
smjör“.
Mikil vinna var lögð í að þróa
kylfubotninn sem kallast Tour
V.T. Sole. Þeir sem slegið hafa
með Z 745 járnunum eru flestir
sammála um að kylfuhausinn skili
stöðugleika þegar hann rífur sig í
gegnum grassvörðinn þegar boltinn
er sleginn.
Stöðugur boltaspuni og lengdar
stjórnun er eitt af lykilorðunum
sem framleiðendur Z 745 höfðu að
leiðarljósi við hönnun kylfunnar.
Rákirnar á höggfleti kylfunnar eru
tvennskonar og skornar með hár
nákvæmum laser útbúnaði. Auk hefð
bundinna ráka á höggfletinum eru einnig
smáar rákir sem liggja lárétt og aðeins þvert
á kylfuhausinn – sem á að gera það að
verkum að boltaspuninn verður jafnari við
mismunandi aðstæður.
Zrixon fyrirtækið er upprunalega frá Japan
og er eigandi Cleveland sem er þekktast
fyrir framleiðslu á fleygjárnum. Zrixon er
einnig með fjölbreytt úrval af golfvörum og
þá sérstaklega boltum - en ekkert fyrirtæki
er með eins mörg einkaleyfi hvað varðar
golfboltaframleiðslu.
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR!
Fjölpóstur er óáritað kynningar- og auglýsingaefni sem er dreift til fyrirtækja
og heimila. Fjölpóstur er einn sterkasti auglýsingamiðillinn sem völ er á, í
góðum fjölpósti er hægt að koma fyrir betri upplýsingum um vöru eða þjónustu
heldur en í hefðbundnum auglýsingum. Samkvæmt könnun Gallup lesa um 61%
landsmanna fjölpóst og af þeim eru um 22% sem kaupa auglýstan hlut/þjónustu.
Óáritað kynningar- og auglýsingaefni.
Staðbundin skilaboð, hægt að velja póstnúmer, hverfi, tegund húsa o.s.frv.
Sterkur og áhrifaríkur auglýsingamiðill.
198.250 Íslendinga eða 61%
lesa fjölpóst.
Af þessum 61%
versla 22% auglýsta vöru.
PÓSTDREIFING EHF
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300
www.postdreifing.is | postdreifing@postdreifing.is
– „mjúkar eins og smjör“
76 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golfbúnaður