Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 86

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 86
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is Í hnotskurn: ■■ Golfklúbbur Mosfellsbæjar er afsprengi sameiningar Golfklúbbsins Kjalar og Bakkakots. ■■ Stefnt er að því að hefja fram­ kvæmdir á nýrri íþróttamiðstöð klúbbsins á Hlíðavelli næsta haust. ■■ Gera á breytingar á Bakkakots­ velli í náinni framtíð og verður völlurinn lengdur töluvert. ■■ Félagar í Golfklúbbi Mosfells­ bæjar eru um 1.150. „Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri aðstöðu að halda. Aðstaðan sem við höfum haft hefur ekki verið nógu góð á hvorugu vallarsvæði. Vetrarstarfið okkar hefur verið mjög öflugt þannig að þessi aðstæða kemur til með að nýtast okkur allt árið um kring. Fyrirhuguð staðsetning er einnig frábær og það verður alveg magnað útsýni úr nýju íþróttamiðstöðinni á Hlíðavelli.“ Endurbætur í Bakkakoti Þó fleiri kylfingar leiki alla jafna á Hlíðavelli þá á áfram að hlúa vel að aðstöðu klúbbsins í Bakkakoti í Mosfellsdal. Þar hafa margir kylfingar hafið golfferilinn en klúbburinn hefur að mörgu leyti verið uppeldisstöð fyrir marga aðra klúbba á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Nú stendur til að hefja endurbætur á Bakkakotsvelli og hefur verið ákveðið að leita til Tom McKenzie golfvallarhönnuðar sem er íslenskum golfvöllum að góðu kunnur eftir að hafa hannað breytingar bæði fyrir Hvaleyrarvöll og Grafarholtsvöll. „Það verða vonandi lögð fram drög að breytingum á Bakkakotsvelli núna í sumar eða haust. Við viljum lengja völlinn og það mun skýrast betur í náinni framtíð með hvaða hætti það verður en hinsvegar verður lögð áhersla á að halda í karakter vallarins. Nú þegar hefur verið ráðist í breytingar í aðkomu að Bakkakotsvelli en þær breytingar sem munu vekja mesta eftirtekt hjá kylfingum er sú breyting sem gerð hefur verið á níundu braut. Við erum búnir að breyta þessari par-3 braut í mjög skemmtilega „eyju“ með vatn allt um kring. Þær breytingar hafa heppnast afskaplega vel og það verður frábær upplifun fyrir kylfinga að leika þessa braut í sumar. Þegar öllum þessum breytingum er lokið, innan vonandi fárra ára, mun Golfklúbbur Mosfellsbæjar státa sig af tveimur frábærum golfsvæðum,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Eimskipsmótaröðin í fyrsta sinn á Hlíðavelli Hlíðavöllur í Mosfellsbæ opnaði sem 18 holu golfvöllur árið 2011. Segja má að völlurinn fái eldskírn sína í ár þegar í fyrsta sinn verður leikið á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli um miðjan júní. „Við höldum í fyrsta skipti mót á Eimskipsmótaröðinni núna í júní og hlökkum virkilega til að sjá bestu kylfinga landsins glíma við Hlíðavöll,“ segir Gunnar Ingi. „Landslið Íslands hafa komið í „æfingaferðir“ á völlinn og látið virkilega vel af honum og í framhaldi af því var ákveðið að setja mót á Eimskipsmótaröðinni á dagskrá.“ Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri íþróttamiðstöð að halda. Aðstaðan sem við höfum haft hefur ekki verið nógu góð á hvorugu vallarsvæði. Vetrarstarfið okkar hefur verið mjög öflugt þannig að þessi aðstæða kemur til með að nýtast okkur allt árið um kring. 86 GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.