Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 86
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager.
Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent.
MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Í hnotskurn:
■■ Golfklúbbur Mosfellsbæjar
er afsprengi sameiningar
Golfklúbbsins Kjalar og
Bakkakots.
■■ Stefnt er að því að hefja fram
kvæmdir á nýrri íþróttamiðstöð
klúbbsins á Hlíðavelli næsta
haust.
■■ Gera á breytingar á Bakkakots
velli í náinni framtíð og verður
völlurinn lengdur töluvert.
■■ Félagar í Golfklúbbi Mosfells
bæjar eru um 1.150.
„Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri
aðstöðu að halda. Aðstaðan sem við höfum
haft hefur ekki verið nógu góð á hvorugu
vallarsvæði. Vetrarstarfið okkar hefur verið
mjög öflugt þannig að þessi aðstæða kemur
til með að nýtast okkur allt árið um kring.
Fyrirhuguð staðsetning er einnig frábær og
það verður alveg magnað útsýni úr nýju
íþróttamiðstöðinni á Hlíðavelli.“
Endurbætur í Bakkakoti
Þó fleiri kylfingar leiki alla jafna á
Hlíðavelli þá á áfram að hlúa vel að aðstöðu
klúbbsins í Bakkakoti í Mosfellsdal. Þar
hafa margir kylfingar hafið golfferilinn
en klúbburinn hefur að mörgu leyti verið
uppeldisstöð fyrir marga aðra klúbba á
höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum.
Nú stendur til að hefja endurbætur á
Bakkakotsvelli og hefur verið ákveðið að
leita til Tom McKenzie golfvallarhönnuðar
sem er íslenskum golfvöllum að góðu
kunnur eftir að hafa hannað breytingar
bæði fyrir Hvaleyrarvöll og Grafarholtsvöll.
„Það verða vonandi lögð fram drög að
breytingum á Bakkakotsvelli núna í sumar
eða haust. Við viljum lengja völlinn og
það mun skýrast betur í náinni framtíð
með hvaða hætti það verður en hinsvegar
verður lögð áhersla á að halda í karakter
vallarins. Nú þegar hefur verið ráðist í
breytingar í aðkomu að Bakkakotsvelli
en þær breytingar sem munu vekja mesta
eftirtekt hjá kylfingum er sú breyting
sem gerð hefur verið á níundu braut. Við
erum búnir að breyta þessari par-3 braut
í mjög skemmtilega „eyju“ með vatn allt
um kring. Þær breytingar hafa heppnast
afskaplega vel og það verður frábær upplifun
fyrir kylfinga að leika þessa braut í sumar.
Þegar öllum þessum breytingum er lokið,
innan vonandi fárra ára, mun Golfklúbbur
Mosfellsbæjar státa sig af tveimur
frábærum golfsvæðum,“ segir Gunnar Ingi
Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs
Mosfellsbæjar.
Eimskipsmótaröðin í fyrsta sinn á Hlíðavelli
Hlíðavöllur í Mosfellsbæ opnaði sem 18 holu golfvöllur árið 2011. Segja
má að völlurinn fái eldskírn sína í ár þegar í fyrsta sinn verður leikið á
Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli um miðjan júní.
„Við höldum í fyrsta skipti mót á
Eimskipsmótaröðinni núna í júní og
hlökkum virkilega til að sjá bestu
kylfinga landsins glíma við Hlíðavöll,“
segir Gunnar Ingi. „Landslið Íslands
hafa komið í „æfingaferðir“ á völlinn
og látið virkilega vel af honum og
í framhaldi af því var ákveðið að
setja mót á Eimskipsmótaröðinni á
dagskrá.“
Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri íþróttamiðstöð
að halda. Aðstaðan sem við höfum haft hefur ekki
verið nógu góð á hvorugu vallarsvæði. Vetrarstarfið
okkar hefur verið mjög öflugt þannig að þessi aðstæða
kemur til með að nýtast okkur allt árið um kring.
86 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu