Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 94
94 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Mikið ævintýri
Íslensku afrekskylfingarnir Pétur
Freyr Pétursson og Alexander
Aron Gylfason fengu tækifæri til
þess að upplifa mikið golfævintýri á
Jamaíka nýverið. Þar tóku þeir þátt í
nýjum raunveruleikagolfþætti sem
frumsýndur verður á bandarísku
golfstöðinni, Golf Channel, 15. júní n.k.
Alexander Aron sá auglýsingu í fyrrahaust þar sem
óskað var eftir umsóknum. Hafði hann samband við
Pétur Frey og þeir ákváðu að sækja um.
Íslenska liðið komst í gegnum síuna en mörg hundruð
umsóknir bárust og var mikill áhugi á að komast í þessa
nýju keppni.
Þátturinn er nýr og hefur slíkt aldrei verið gert áður. Átta
tveggja manna lið keppa um sigurinn í „Altered Course” eins
og þátturinn er nefndur.
Þar leika keppendur á óvenjulegum brautum þar sem ýmsar
hindranir eru í veginum - og er markmiðið að ljúka leik á sem
stystum tíma og á sem fæstum höggum.
Það má því segja að þátturinn sé blanda af „hraðagolfi” og
„utanvegahlaupi”. Keppendur þurfa að búa yfir snerpu, úthaldi
og útsjónarsemi til þess að leysa þrautirnar sem settar eru
upp í hverjum þætti fyrir sig.
Þættirnir voru teknir upp á Jamaíku og eru framleiðendur
þáttanna bjartsýnir um að þættirnir eigi eftir að vekja athygli.
Um 5 milljón áhorfendur horfa á Golf Channel í hverri viku og
hafa þættir á borð við The Big Break notið vinsælda frá árinu
2003.
Pétur Freyr sagði í samtali við Golf á Íslandi að mjög strangar
reglur væru í gildi fyrir keppendur - og hann gat ekkert sagt
frá því sem gerðist í sjálfum þættinum. Um upplifun sína sagði
hann hinsvegar. „Þetta var mikið ævintýri, skemmtilegt og
eftirminnilegt.”
Ert þú ekki vel merktur?
Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval
af sérmerktum vörum. Merkjum golfbolta, tí, flatargafla,
handklæði, boltamerki, skorkortaveski o.fl. o.fl.
Hafið samband við hans@golfskalinn.is og fáið upplýsingar um verð.
Mikið ævintýriPétur og Alexander í „Altered
Course” raunveruleikaþættinum
á Golf Channel
GKG - LEIRDAL
20 ára
aldurstakmark
Texas Scramble - 2 saman í liði
Stórglæsilegir vinningar
Skemmtidagskrá og
verðlaunaafhending í mótslok
SUMAR
SÓLSTÖÐUMÓT