Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 109
Golfsamband Íslands og Oddi hafa
undirritað samstarfssamning um
prentun tímarits sambandsins,
Golf á Íslandi. „Tímaritið Golf á
Íslandi hefur afar sterka stöðu
meðal kylfinga en kannanir sýna
að 89% þeirra lesa blaðið. Golf á
Íslandi kemur út fimm sinnum í ár
og verður dreift inn á heimili 17.000
kylfinga. „Samstarfið við Odda er
okkur mikilvægt, enda prentsmiðja
í fremstu röð með áratuga reynslu
sem nýtist okkur svo sannarlega til
að gera gott blað betra,“ segir Stefán
Garðarsson markaðs- og sölustjóri
hjá Golfsambandi Íslands.
Grímur Kolbeinsson viðskiptastjóri Odda er
ánægður að fá Golf á Íslandi í hörkugóðan
félagsskap hjá fyrirtækinu.
„Oddi starfrækir stærstu prentsmiðju landsins en
fyrirtækið er einnig umsvifamikið í framleiðslu
umbúða úr pappír, kartoni og plasti. Viðskiptavinir
fyrirtækisins eru um 3.500 talsins og árlega eru
unnin fyrir þá um 36 þúsund verkefni. „Golf á
Íslandi verður í hörkugóðum félagsskap hjá okkur.
Flestir útgefendur bóka og tímarita í landinu eru
tryggir viðskiptavinir Odda, en einnig höfum
við á undanförnum misserum sinnt allnokkrum
verkefnum fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við
Nike og Facebook,“ segir Grímur.
Eins og fyrr segir verða gefin út fimm tölublöð af
Golfi á Íslandi á þessu ári en einnig verða aðrir
miðlar GSÍ nýttir enn betur til þess að koma
upplýsingum, fræðslu og fréttum af golfíþróttinni til
kylfinga.
dk Viðskiptahugbúnaður
- Þróaður fyrir íslenskar aðstæður
- Öruggur, einfaldur í notkun og veitir
góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins
- Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér
þjónustu okkar
dk POS afgreiðslukerfið
- Hraðvirkt og einfalt í notkun
- Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag
- Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt
dk Vistun
- Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna
- Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta
dk hugbúnaður
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sími: 510 5800
www.dk.is
Íslenskur hugbúnaður í 16 ár
Veldu íslenskan
hugbúnað
Golf á Ísland með Facebook hjá Odda
Karen íþrótta
stjóri GS
Karen Sævarsdóttir
hefur verið ráðin sem
íþróttastjóri Golfklúbbs
Suðurnesja. Karen er
menntuð sem LPGA
golfkennari og hefur
áður þjálfað hjá GS.
Auk þess keppti Karen
lengi undir merkjum
GS með frábærum
árangri. Hún hefur varð
t.a.m. átta sinnum í röð
Íslandsmeistari í golfi og
hefur níu sinnum orðið
klúbbmeistari GS.
Árni nýr for
maður GF
Árni Tómasson var
kjörinn nýr formaður
hjá Golfklúbbi Flúða á
aðalfundi GF sem fram
fór í lok febrúar. Hann
tekur við af Ragnari
Pálssyni sem gaf ekki
kost á sér til endurkjörs
eftir fjögur ár í því
embætti. Á fundinum
var afgreiddur nýr
samningur milli GF og
vallareiganda.
Ólafía og Birgir
kylfingar ársins
Ólafía Þórunn Kristins
dóttir úr Golfklúbbi
Reykjavíkur og Birgir
Leifur Hafþórsson úr
Golfklúbbi Kópavogs og
Garðabæjar eru kylfingar
ársins 2014. Golfsamband
Íslands stendur að þessu
kjöri. Birgir Leifur var
einnig valinn íþróttakarl
Garðabæjar.
109GOLF.IS