Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 116
Kylfingar sem skipa afreks- og framtíðarhópa Golfsambands Íslands hafa
hist í æfingabúðum með reglulegu millibili í vetur. Dagskráin hefur verið
fjölbreytt á æfingunum sem Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur stýrt -
en margir fagaðilar vinna með afrekskylfingunum á ýmsum sviðum sem
tengjast golfíþróttinni.
Í mars sl. fór hópurinn m.a. í TRX líkams
æfingar hjá Elínu Sigurðardóttur. TRX
æfingakerfið er þannig uppbyggt að
einstaklingar vinna með eigin líkamsþyngd
til þess að hámarka árangur og styrkja
vöðva. Þessar æfingar styrkja vöðvahópa
sem eru mikið notaðir í golfíþróttinni og þá
sérstaklega vöðvahópa á kviðsvæðinu.
Afrekshópurinn fór einnig á fyrirlestur
þar sem Jóhann Ingi Gunnarsson íþrótta
sálfræðingur fór yfir ýmis atriði sem tengjast
hugarþjálfun. Kylfingarnir fengu síðan
verkefni til úrlausnar. Fjölmenni var á
fundinum hjá Jóhanni Inga en foreldrum
þeirra sem skipa afreks- og framtíðarhópa
GSÍ var einnig boðið að hlýða á fyrir
lesturinn.
Hópurinn var einnig við golfæfingar í
Hraunkoti í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum
Keili. Þar var æft í inniaðstöðunni og
einnig slegið utandyra. Á æfingunum
voru ýmsar mælingar framkvæmdar af
landsliðsþjálfaranum, Úlfari Jónssyni.
Kylfingar í afrekshóp GSÍ geta leitað
til sérfræðinga sem skipa fagteymi
GSÍ. Þar er um að ræða fagfólk sem
Golfsambandið mælir með þegar
afrekskylfingar þurfa á sérfræðingum að
halda á sviði næringarfræði, sálfræði,
íþróttameiðsla og þjálfunar. Fagteymið
miðlar einnig þekkingu til afrekshóps GSÍ
með fyrirlestrum og fræðsluverkefnum.
Fagteymið er skipað eftirfarandi aðilum:
Bæklunarlæknir: Brynjólfur Mogensen,
yfirlæknir á LSH.
Sjúkraþjálfarar: Gauti Grétarsson,
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Pétur Jónsson,
Atlas endurhæfing.
Kírópraktor: Bergur Konráðsson,
Kírópraktorstöðin.
Sálfræðingur: Jóhann Ingi Gunnarsson.
Ráðgjafi/íþróttafélagsfræðingur: Dr.
Viðar Halldórsson.
Næringarfræðingur: Steinar B.
Aðalbjörnsson, Matís.
Rúmlegar 50 kylfingar eru í afreks - og
framtíðarhópum GSÍ, en stór hluti þeirra
sem er í afrekshópnum er við nám í
bandarískum háskólum.
– Afreks- og framtíðar
hópar GSÍ æfðu vel í vetur
116 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fjölbreyttar áherslur á æfingum