Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 123
Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðal vett
vangur leikanna þar sem keppt verður í öllum ofantöldum
greinum, nema tennis, golf og skotfimi. Segja má að með
öllum þeim glæsilegu mannvirkjum sem þar eru til staðar
hafi leikarnir á Íslandi ákveðna sérstöðu þar sem hvergi
meðal þátttökuþjóðanna er mögulegt að keppa í eins
mörgum greinum á sama svæði.
Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóða
leikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík
dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli
og verður keppt í liða- og einstaklingskeppni.
Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í
San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa
einu sinni áður farið fram á Íslandi –
árið 1997. Alls taka níu þjóðir þátt á
Smáþjóðaleikunum en auk Íslands eru það
Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechten
stein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og
Svartfjallaland.
Í golfkeppninni verða eftirtaldar þjóðir með
lið; Andorra, Liechtenstein, Lúxemborg,
Malta, Mónakó, San Marinó og Ísland.
Karlaliðin verða alls sjö en kvennaliðin
fjögur.
„Smáþjóðaleikarnir eru mjög spennandi
verkefni fyrir okkar kylfinga. Það verður
skemmtilegt fyrir þá að vera hluti af stórum
hópi íslenskra afreksíþróttamanna og keppa
á leikunum. Þar sem erum að keppa í fyrsta
sinn á þessu móti rennum við nokkuð
blint í sjóinn hvað varðar styrkleika hinna
þjóðanna. Okkar lið verður vel skipað og
við stefnum að sjálfsögðu á sigur, ekkert
annað kemur til greina,” sagði Úlfar Jónsson
landsliðsþjálfari.
Alls verður keppt í 10 keppnisgreinum á
leikunum en golf og áhaldafimleikar eru
nýjar greinar. Keppt verður í eftirfarandi
greinum: Áhaldafimleikar, blak/strandblak,
borðtennis, frjálsar íþróttir, golf, júdó,
körfuknattleikur, skotíþróttir, sund og
tennis.
123GOLF.IS