Golf á Íslandi - 01.05.2015, Qupperneq 128
Tími Áhersluatriði
Pútt 10 mín Byrjaðu á löngum púttum, áhersla á tempó og lengdarstjórnun.
Færðu þig nær holu. Markmiðið er fyrst og fremst að ná góðum mjúkum takti í strokuna.
Hvort bolti fari í holu skiptir ekki höfuðmáli og við tengjum engar tilfinningar við pútt sem
fara framhjá holu.
Vipp - glompuhögg 10–15 mín Vippaðu frá mismunandi stöðum í kringum æfingaflötina, notaðu 2–3 kylfur. Áhersla er á að
ná góðum kontakt við boltann og lengdarstjórn. Sláðu nokkur glompuhögg ef aðstæður leyfa.
Áhersluatriði
Líkamleg upphitun 5–10 mín Fyrst aukum við blóðflæði með því að skokka/hoppa á staðnum eða fram og til baka, einnig
aðrar æfingar sem virkja líkamann og gera hann tilbúinn til að hreyfa sig betur í sveiflunni.
Teygðu vel á vöðvum í neðri og efri búk. Teygðu á framhandleggjum, úlnliðum, hálsi.
Áhersluatriði
Sláttur 20–30 mín Áhersla er á grunnatriði, grip, líkamsstöðu, boltastöðu, mið.
Byrjaðu á stuttu járnunum og sláðu pitch högg, ekki full sveifla. 5–10 högg.
Sláðu með millijárnum – leggðu áherslu á "shot shaping" – fade, draw. 5–10 högg með hverri
kylfu.
Ef það er vindur, æfðu þig að slá lága bolta, háa bolta.
Slæm högg skipta ekki máli og þú hristir þau af þér, þú ert bara að hita upp!
Skoðaðu vindáttina og reyndu að geta þér til hvaða kylfur þú notar á par 3 brautum.
Sláðu með þeim kylfum með þær brautir í huga.
Sláðu með lengri kylfunum, hybrid, brautartré, loks dræver. 3–6 högg með hverri kylfu.
Ljúktu upphituninni með því að slá með þeirri kylfu sem þú ætlar að nota á fyrsta teig.
Eftir gott högg ertu tilbúin(n)!
Áhersluatriði
Stutta spils svæði 10 mín Nú styttist í teigtíma og þá er betra að fikra sig nær teignum. Taktu nokkur vipp, og eða
pútt þangað til ráshópurinn á undan er að leggja af stað. Vertu mætt(ur) að lágmarki fimm
mínútum fyrir rástíma þinn.
Áhersluatriði
Hugarfarslegt Komdu þér í gott hugarfarslegt ástand, t.d. með jákvæðu og góðu sjálfstali. Lykilorð eru
yfirvegun, einbeiting, sjálfstraust, leikgleði, gefst aldrei upp, ég hlakka til!
Undirbúningur fyrir golfhring
– upphitun
Markmið upphitunar er að
komast í gott líkamlegt og
hugarfarslegt ástand til að ná
hámarksárangri á vellinum.
Áður en upphitun hefst:
Fáðu holustaðsetningablaðið
ef það er í boði og farðu yfir
það og vallarvísinn. Skoðaðu
vindáttina. Búðu til leik
skipulag fyrir völlinn með
þessum upplýsingum.
Upphitun hefst 45–75 mínútum
fyrir rástíma. Byrjum á ein
földum hreyfingum áður en við
förum í flóknari.
128 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Undirbúningur fyrir golfhring