Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 130

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 130
Bay Hill Club & Lodge og TPC Sawgrass 21. - 29. september 2015 Verð frá 365.000 kr. ásamt 34.000 vildarpunktum Villaitana Spánn 8. - 17. október 2015 17. - 24. október 2015 Verð frá 209.900 kr. www.icegolftravel.is Steinþór Þorvaldsson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, hefur verið sérstaklega beinskeyttur á golfvellinum síðastliðin ár. Steinþór verður 83 ára gamall í ár og hefur náð þeim frábæra árangri að fara tvívegis holu í höggi á síðustu tveimur árum, 81 og 82 ára gamall. Steinþór fór fyrst holu í höggi árið 1988 og þurfti að bíða í 24 ár áður en hann sló draumahöggið á ný fyrir tveimur árum. Hann er nú meðal elstu kylfinga landsins sem hafa farið holu í höggi samkvæmt upplýsingum frá Einherjaklúbbnum. Elsti kylfingur Íslands til að fara holu í höggi var Arnar T. Sigþórsson sem var 98 ára gamall þegar hann fór holu í höggi árið 1985. Steinþór hafði nýlokið að leika á 18 holur á sínum heimavelli, Húsatóftavelli í Grindavík, þegar blaðamaður Golfs á Íslandi náði tali af honum í miðjum marsmánuði. „Maður heldur sér lifandi með því að spila golf. Við félagarnir höfum spilað yfir 300 daga á ári frá því að ég var sjötugur. Það hefur þó verið minna í ár vegna veðurs,“ segir Steinþór. Ás á síðasta hring á Spáni Steinþór var í golfferð á Spáni fyrir tveimur árum þegar hann fór á ný holu í höggi eftir talsverða bið. „Við vorum að leika lokahringinn á Desert Springs vellinum við Almería og vorum komnir á 14. braut sem er um 140 metrar að lengd, með vatni fyrir framan flötina. Ég hafði yfirslegið flötina með 5-tré í öll skiptin á undan og ákvað, úr því að þetta væri síðasta skiptið sem ég spilaði brautina, að slá hraustlega með 6-járni. Ég smellhitti boltann sem flaug hátt og beint á stöng. Boltinn skoppaði tvívegis á flötinni áður en hann fór niður í holuna,“ segir Steinþór. Ári síðar, 82 ára gamall, fór Steinþór svo holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar. Hann sló þá með sandjárni af rauðum teig. „Boltinn flaug hátt og lenti svo hægra megin á flötinni, skoppaði einu sinni og rann svo í boga í holu og niður,“ sagði Steinþór kátur í bragði. Oft slegið í stöngina Steinþór er með 19 í forgjöf og leikur vanalega á rauðum teigum á heimavellinum í Grindavík. Hann náði þeim magnaða árangri á síðasta ári að leika tvívegis undir aldri á Húsatóftavelli. Fyrst lék hann á 78 höggum í opnu móti eða fjórum höggum undir aldri og svo á 80 höggum síðasta haust. „Ég er oft búinn að slá í stöngina á þessum par-3 brautum. Ég er beinskeyttur af teig. Það hlaut að koma að því að ég færi aftur holu í höggi. Ég er frekar höggstuttur en hitti alltaf braut. Það er mikill kostur. Það væri draumur að fara holu í höggi þriðja árið í röð,“ sagði Steinþór Þorvaldsson að lokum. Kvót: „Maður heldur sér lifandi með því að spila golf. Við félagarnir höfum spilað yfir 300 daga á ári frá því að ég var sjötugur.“ Jón Júlíus Karlsson ritstjorn@golf.is – Steinþór Þorvaldsson fór holu í höggi 81 og 82 ára gamall Heldur sér lifandi með því að spila golf Steinþór Þorvaldsson spilar um 300 daga á ári og oftast á heimavellinum í Grindavík. Mynd/Haraldur Hjálmarsson 130 GOLF.IS - Golf á Íslandi Heldur sér lifandi með því að spila golf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.