Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 4
Kvikmyndir og kvik myndale ikarar Næsta kvikmynd, sem Lauren Ba- calls leikur í, verður „How To Marry A. Millionaire?" (Hvering hægt er að ná í milljónamæring?) — Hún veit hvernig það er. Hún hefir átt einn, Humphry Bogart. Hann er nú h. u. b. eini leikarinn í Hollywood, sem á listisnekkju. Hún heitir Zaca. Flynn sem leikið hefir margar hetjur á sjón- um, hefir aðallega siglingar sem tóm- stundaskemmtun. Honum geðjaðist illa að því, að önnur kona hans, Nora Eddington, vildi ráða yfir skipshöfn- inni á Zaca. Mennirnir gengu af skip- inu, og við það batnaði ekki hjóna- band Flynn og Noru. Þau skildu skömmu síðar. Núverandi kona Flynn heitir Patri- ce Wymore. Hún er sögð hafa fegurstu fótleggi og fætur allra Hollywood- kvenna. Hún er skartkona mikil. Við fáum innan skamms að sjá hana í .Virginia Mago kvikmyndinni „She’s Back on Broadway". í myndinni dans- ar hún meðal anars voodoo calypso. Þessi dans kvað vera samsetningur úr vals, beguine, step, leikdansi (ballet), nýtízku jazz, pasodoble og apache- dansi. ★ Virginia Mayo segist standa á höfði fimm mínútur dag hvern. Hún segir að það fegri vöxtinn og hvíli sig. — Blóðrásin örfast, taugarnar fá ró, vöðvarnir hressast og yfirbragðið fríkkar. Hún kveðst skifta fimm mín- útunum í fimm einnar mínútu æfingu. ★ Corinne Calvet bauð fyrir skömmu heilum knattspyrnuflokki til veizlu. A]lt var gert til þess að gleðja og skemmta gestunum. Ungar leikkonur voru boðnar til þess að vera piltunum til ánægju. Sundlaugin var hituð, svo allir gætu fengið miðnætur-bað! Öll- um voru gefnar ljósmyndir af Calvet með eiginhandarnafni hennar árituðu. Nú ætlar hún í ferðalag til þess að skemmta hermönnum U.S.A. Hún var spurð, hvernig hún ætlaði að skemmta. Svar: „Ég ætla að sýna þeim fram- komu franskra stúlkna þegar þær eru ástfangnar1 í karlmanni, og þar næst hvernig amerískar stúlkur láta ást sína í ljósi.“ ★ Paulette Goddard er farin frá Holly- wood, eftir stutta heimsókn. Hún sam- þykkti að leika í kvikmyndinni: „Harness Bull“. Við undirbúning að upptöku myndarinnar „Babesin Bag- dad“, spurði leikstjórinn hana að því, hvaða búninga hún áliti að færu henni bezt. — Paulette svaraði án umhugs- unar: „Baðker, baðhandklæði og þröng nærföt," og í þessum búningi munu menn sjá hana í kvikmyndinni. Eftir upptöku myndarinnar flaug hún til New York til þess að hitta rithöf- undinn Erich Mariu Remarque. ★ Næsta kvikmynd, sem Judy Holli- days leikur í, er gamanleikur frá Man- hattan, New York og heitir: „A Name For Herself", sem, eins og „Fædd í gær“, verður sett á svið af Gorge Cukor. Það er fimmta kvikmyndin, er þau leika í saman. Hinar þrjár Cukor kvikmyndir voru „Winged Victory", „Rifbein Adams“ og „Þvílíkir giftast," Að Judy Hollidays hefir ekki leikið um eins árs skeið, er vegna þess, að hún var barnshafandi. Fæddi -hún sveinbarn er heitir Jonathan Louis Oppenheim. Drengurinn fæddist í nóvember síðastliðnum. ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.