Kjarnar - 01.10.1953, Síða 4
Kvikmyndir og
kvik myndale ikarar
Næsta kvikmynd, sem Lauren Ba-
calls leikur í, verður „How To Marry
A. Millionaire?" (Hvering hægt er að
ná í milljónamæring?) — Hún veit
hvernig það er. Hún hefir átt einn,
Humphry Bogart. Hann er nú h. u. b.
eini leikarinn í Hollywood, sem á
listisnekkju. Hún heitir Zaca. Flynn
sem leikið hefir margar hetjur á sjón-
um, hefir aðallega siglingar sem tóm-
stundaskemmtun. Honum geðjaðist
illa að því, að önnur kona hans, Nora
Eddington, vildi ráða yfir skipshöfn-
inni á Zaca. Mennirnir gengu af skip-
inu, og við það batnaði ekki hjóna-
band Flynn og Noru. Þau skildu
skömmu síðar.
Núverandi kona Flynn heitir Patri-
ce Wymore. Hún er sögð hafa fegurstu
fótleggi og fætur allra Hollywood-
kvenna. Hún er skartkona mikil. Við
fáum innan skamms að sjá hana í
.Virginia Mago kvikmyndinni „She’s
Back on Broadway". í myndinni dans-
ar hún meðal anars voodoo calypso.
Þessi dans kvað vera samsetningur úr
vals, beguine, step, leikdansi (ballet),
nýtízku jazz, pasodoble og apache-
dansi.
★
Virginia Mayo segist standa á höfði
fimm mínútur dag hvern. Hún segir
að það fegri vöxtinn og hvíli sig. —
Blóðrásin örfast, taugarnar fá ró,
vöðvarnir hressast og yfirbragðið
fríkkar. Hún kveðst skifta fimm mín-
útunum í fimm einnar mínútu æfingu.
★
Corinne Calvet bauð fyrir skömmu
heilum knattspyrnuflokki til veizlu.
A]lt var gert til þess að gleðja og
skemmta gestunum. Ungar leikkonur
voru boðnar til þess að vera piltunum
til ánægju. Sundlaugin var hituð, svo
allir gætu fengið miðnætur-bað! Öll-
um voru gefnar ljósmyndir af Calvet
með eiginhandarnafni hennar árituðu.
Nú ætlar hún í ferðalag til þess að
skemmta hermönnum U.S.A. Hún var
spurð, hvernig hún ætlaði að skemmta.
Svar: „Ég ætla að sýna þeim fram-
komu franskra stúlkna þegar þær eru
ástfangnar1 í karlmanni, og þar næst
hvernig amerískar stúlkur láta ást
sína í ljósi.“
★
Paulette Goddard er farin frá Holly-
wood, eftir stutta heimsókn. Hún sam-
þykkti að leika í kvikmyndinni:
„Harness Bull“. Við undirbúning að
upptöku myndarinnar „Babesin Bag-
dad“, spurði leikstjórinn hana að því,
hvaða búninga hún áliti að færu henni
bezt. — Paulette svaraði án umhugs-
unar: „Baðker, baðhandklæði og
þröng nærföt," og í þessum búningi
munu menn sjá hana í kvikmyndinni.
Eftir upptöku myndarinnar flaug hún
til New York til þess að hitta rithöf-
undinn Erich Mariu Remarque.
★
Næsta kvikmynd, sem Judy Holli-
days leikur í, er gamanleikur frá Man-
hattan, New York og heitir: „A Name
For Herself", sem, eins og „Fædd í
gær“, verður sett á svið af Gorge
Cukor. Það er fimmta kvikmyndin, er
þau leika í saman. Hinar þrjár Cukor
kvikmyndir voru „Winged Victory",
„Rifbein Adams“ og „Þvílíkir giftast,"
Að Judy Hollidays hefir ekki leikið
um eins árs skeið, er vegna þess, að
hún var barnshafandi. Fæddi -hún
sveinbarn er heitir Jonathan Louis
Oppenheim. Drengurinn fæddist í
nóvember síðastliðnum.
★