Kjarnar - 01.10.1953, Síða 9
veiðibráður og misreiknað
stökkið, því lenti hann á hand-
legg Jocýar, rétt í því að hún
ætlaði að þamba mjólkina, og
glasið, með öllu, er í því var
hentist langt út á gólfið. —
Kisi litli var ekki vitund
sneyptur, en hann sá mest eftir
ljúffengu fuglaketinu, er hann
hafði orðið af. En hann tók
brátt að mala ánægjulega um
leið og hann tók sér bessaleyfi
til þess að lepja upp mjólkina,
er flóði út um gólfið ....
Hún starði máttvana af skelf-
ingu á litla vesalinginn, er lá
fyrir framan hana í rúminu og
engdist í áköfum krampateygj-
um. Fæturnir stóðu stífir út í
loftið, og útspenntar klærnar
læstu sig í sængina. Um leið og
hann gaf frá sér sárt og átak-
anlegt væl, valt hann dauður
útaf ....
Henni lá við að æpa af angist,
er hún sá stirnað hræ kattarins
fyrir framan sig. Ef kisi litli
hefði ekki einmitt á þessu
augnabliki sett um mjólkina,
og drukkið hana svo upp af
gólfinu, lægi hún nú hér stirnað
lík í stað hans. — Henni duldist
það ekki, að eitri hafði verið
blandað saman við mjólkina,
en var henni ætlað það, eða var
hér um hræðilegan misskilning
að ræða hjá lækninum? — í
huga hennar vaknaði ægilegur
grunur, sem heltók hug'a henn-
ar og hjarta. Gat það verið að
fjárhaldsmaður hennar vildi
hana feiga?
Kœnleg gildra.
Eftir þetta forðaðist Jocý að
drekka mjólkina, sem fjárhalds-
maður hennar blandaði „með-
ulunum“ saman við. Og þegar
henni fór batnandi dag frá degi,
staðfesti það grun hennar um
að seigdrepandi eitri hefði ver-
ið blandað saman við mjólkina!
Hún þráði heitt þá stund, er
Joy kæmi til þess að sækja
hana. Hún var í rauninni fangi
hjá lækninum, þótt hann kæmi
því svo fyrir að hún mætti ekki
yfirgefa húsið, eða hafa sam-
band við neinn, vegna smit-
hættu, er ennþá stafaði frá
veikindum hennar. — Hún fann
það að lífi hennar var stöðugt
hætta búin, þótt hún gæti ekk-
er aðhafst, nema forðast að
neyta þess, er líkur voru til að
læknirinn, fjárhaldsmaður
hennar, hefði getað blandað
eitri sínu í. Ekki þýddi að kæra
hann fyrir eiturbyrlun, til þess
vantaði hana allar sannanir. —
Hún vissi, að fyrr eða síðar
hlyti hann að koma sér fyrir
kattarnef. Það var aðeins tíma-
spursmál hve langan tíma það
myndi taka hann!
KJARNAR — Nr. 30
7