Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 13

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 13
hennar, er hann gerði að fjár- haldsmanni hennar! .... Um þetta ákvæði erfðaskrárinnar vissi hún ekki, annars hefði hún skilið margt í fari frænda síns, er henni þótti grunsamlegt. Faðir hennar óttaðist að ættin færi að deyja út, þessvegna tók hann þessa ákvörðun, til þess að ýta undir að hún giftist og ætti börn, sem héldu uppi heiðri ættarinnar! Hugsanaflutningur. Jocý hrökk upp við það, að kistan var sett harkalega niður og ekið var af stað! Hún mundi glögglega allt, er henni hafði birzt sem í draumi, og hún sá að þetta var eina vonin hennar. Hún ætlaði að freista þess að senda Joy hugskeyti, ef svo vildi til að hann væri einhvers- staðar nærri London. Það voru að vísu aðeins sára litlar líkur til þess að Joy kæmi nógu snemma til þess að bjarga henni frá því að verða kviksett, þótt hún kæmist í sálrænt sam- band við hann .... Hún lá og einbeitti huganum. Svitinn spratt út á líkama hennar og loftið var heitt og kæfandi. Hinhversstaðar hlaut að vera rifa, sem loft seitlaði inn um, annars væri hún löngu köfnuð. -— Hún varð að beita allri stillingu sinni við að bægja frá sér óttanum við kviksetn- inguna, en nú mátti engin hugs- un komast að nema hugsunin um Joy. —- Um leið og hún fann að sálin var að yfirgefa líkamann, leið sársaukaþrungin grátstuna frá samanherptum hálsinum. Kappflug um líf og dauða! Hann heyrði vælið í lögreglu- bifreiðinni, sem stöðugt nálgað- ist. Um leið og hann eygði kirkjugarðinn framundan kvað við skámmbyssuskot, bíllinn hallaðist og kastaðist til á veg- inum. Þeir höfðu skotið annan hjólbarðann í sundur, og innan skamms hlutu þeir að ná hon- um. Það gat ekki hjá liðið að hann kæmi of seint. Jocý yrði grafin lifandi, rétt fyrir augum hans, eftir allt sem hann hafði lagt á sig til þess að bjarga henni .... Meðan flugvél hans steyptist stjórnlaus til jarðar, var sál hans komin til móts við sál unnustu hans. — Það mátti ekki tæpara standa, að hann kæmi til sjálfs sín aftur. Honum hafði nauðuglega tekist að ná stjórn á flugvélinni áður en hún steyptist í sjóinn! — Eftir ná- kvæma yfirvegun komst hann að þeirri niðurstöðu, að enginn KJARNAR — Nr. 30 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.