Kjarnar - 01.10.1953, Side 15

Kjarnar - 01.10.1953, Side 15
setja unnustu hans í, sá hann aðeins á blá-lokið á kistunni. Andartak greip hann nístandi örvænting og hann langaði til að steypa flugvélinni yfir garð- inn og láta vélbyssurnar sópa burtu gröfurunum, sem voru að kviksetja stúlkuna, sem hann elskaði! — Þegar örvinglun hans var að nálgast hámark, kom hann allt í einu auga á tómt sprengjuhylki. Fyrir eyr- um hans hljómuðu síðustu orð Jocýar, sem enduðu með sáru hrygluhljóði; „Ég kafna, Joy, þeir hafa mokað yfir loftgötin . . . .!“ Joy þreif sprengjuhylkið, opnaði gluggann á flugmanns- klefanum og steypti vélinni niður yfir kirkjugarðinn. Nú valt á að hann hitti rétt. Líf Jocýar gat verið undir því kom- ið, þ. e. a. s. ef hún var ekki þegar köfnuð. — Um leið og grafararnir vörpuðu sér flötum til þess að flugvélin rækist ekki á þá ,skall eitthvað á kistulok- inu og sprengdi stórt gat á það. — Þegar Joy sá sprengjuhylkið hitta, vissi hann, að nægilegt loft myndi streyma inn í kist- Þarna þagnaði konan andar- tak og horfði yfir meðlimi Dul- sagnar-klúbbsins, er sátu hljóð- ir og fölir af geðshræringu og hlýddu á sögu hennar. „Já, herrar mínir, þannig var það. Joy flaug sem leið lá til næsta flugvallar og nauðlenti vélinni. Þegar hann sá lögreglu- bílinn, sem beið hans, barði hann sig til blóðs og makaði því út um sig allan. Hann vonaðist til að þeir álitu hann alvarlega særðan og tækju hann í sjúkra- bílinn. — Brunabifreiðinni tókst fljótlega að kæfa eldinn, sem kom upp í vélinni. — Það fór eins og hann vonaði, að þeir settu hann á sjúkrabörur og óku áleiðis til borgarinnar. — Það tók hann ekki nema andar- tak að slá mennina tvo niður og síðan ók hann svo hratt sem bíllinn komst áleiðis til kirkju- garðsins .... Lögreglubíllinn elti hann, en þótt þeim tækist að skjóta sundur hjólbarðann, gat hann komist til kirkjugarðs- ins. — Honum tókst að frelsa unnustu sína, áður en þeir náðu honum, og fluttu til fangelsins. Hann var dæmdur til margra ára fangelsis, en eiturbyrlarinn, fjárhaldsmaður Jocýar, fékk líf- látsdóm (eins og hann réttilega átti skilið!). í fangelsinu hafði hann aðeins verið stutt, er hann fékk að giftast Jocý, sem komst til fullrar heilsu eftir allar raunirnar, er hún hafði lent í. — En eitt sinn skall óhamingj- an yfir. V-2 sprengja sprakk nærri Jocý, er hún og sonur KJARNAR — Nr. 30 13

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.