Kjarnar - 01.10.1953, Page 18

Kjarnar - 01.10.1953, Page 18
Leynivopnið hennar Kamma fór í gegnum litla hliðið á limgirðingunni. Það var bezta leiðin til þess að losna við að henni yrði veitt athygli. Hún vildi ekki láta nokkurn mann sjá sig. Hún vildi vera ein. Það hafði verið horft á hana meðan jarðarförin fór fram. Allir sóknarmenn horfðu á hana brennandi augum, og munaði litlu að þeir brenndu göt á hana með hluttekningu sinni og forvitni. Kamma dró djúpt andann. Það var rólegt í garðinum. Bý- flugurnar sveimuðu milli blóm- anna. Fáninn hékk í bendu nið- ur með stönginni. Það var logn. Vegna þess breiddi fáninn ekki úr sér. Hann var kominn upp í topp. Sigvard hafði, vafalaust, séð fyrir því. Hann hlaut því að vera kominn heim. Kamma nam staðar við stór- an jasmínurunna og horfði á aðal bygginguna, sem böðuð var sólskini. íbúðarhúsið var tígu- legt, og fagrir grasblettir og blómabeð umhverfis það. „Þetta er mitt hús, minn garð- 16 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.