Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 21

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 21
gera „lukku“. En hún safnaði saman óhreinum sokkum og skyrtum, er maður hennar átti. Hann hafði enga löngun til þess að láta hana fara með sér. Hann kvað hana mjög heimska. Hann hafði verið kröfuharð- ur og oft krafizt þess, að skyrt- ur væru stroknar aftur, ef nokk- uð var hægt að verkinu að finna. „Eldhúsið og rúmið eru þín starfssvið“, sagði hann við konu sína. „Þar gerirðu gagn, en ekki annarsstaðar“. Kamma kom auga á sumar- kjól, sem hún hafði eignazt á hvítasunnunni. Hún hafði ekki enn komið í kjól þennan. Hún fékk skyndilega löngun til þess að bregða sér í hann. Hún hlustaði. Allur bærinn virtist lífvana. Sigvard var þó að líkindum ekki langt í burtu. Og gamli Jens steig aldrei fæti í nýja húsið. Eigi að síður lok- aði hún að sér. * Hún fór úr sorgarbúningnum og fleygði honum á rúmið. Jú, sumarkjóllinn var indæll. Það var leiðinlegt, að hún mátti ekki vera í honum á ferð um húsið. Hana langaði til þess að syngja. Kamma settist á rúmstokk- inn, í rósótta kjólnum, og hló lágt og lengi. Nú sátu allir í kránni og KJARNAR — Nr. 30 þömbuðu kaffi, átu brauð og hældu Kresten, sem var hinn mikli maður sóknarinnar, jarð- eigandi, sem átti fé á vöxtum í banka, hafði verið í sóknar- nefnd, formaður í stjórn mjólk- urbúsráðsins, heiðursmeðlimur í skotfélaginu, í amtsráði kyn- bótafélagsmanna o. fl. o. fl. Kamma sá í anda löng veit- ingaborð með veitingum á. Við þau sátu alvarlegir karlar og konur. Margar öl- og vínkönnur voru tæmdar, margir héldu ræður um ágætismanninn látna Kresten Vestergárd. Var mikið lof borið á hann. Kom fólk ekki hvaðanæva af landinu til þess að kynnast bú- skap hans? Á fundum og mannamótum hafði Vestergárd tekið til máls og gefið viturleg ráð. Málsnjall hafði hann verið, svo af bar. Hinum látna var hælt fyrir starfið innan sóknarinnar, og dauði hans álitinn óbætanlegt tjón. En ekkjan hafði laumast burt án þess að hlusta á mikið af ræðum þeim, sem fluttar voru í minningu manns hennar. Menn sögðu, að hjónabandið hefði verið svo gott, að Kamma tilbæði þá jörð, er hann hafði gengið á! Ein með sorg sína? Nei. Ein með gleði sína! Hún hafði leik- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.